Þriðjudagur, 28. nóvember 2006
Pampers
Ég var að hugsa um að blogga. Ákvað að síðan að gera það bara, þótt ég hafi ekkert að blogga um.
Þá styttist í jólin. Ég á akkurat engann pening til að kaupa jólagjafir. Ég gef heldur fáar gjafir í ár. Ég ætla að gefa Helga, Guðna og Iðunni. Síðan kaupa mamma og pabbi e-ð sem þeim langar í, pakka því inn og skrifa síðan til mömmu frá Ellu á kortið.. hehe. Var síðan að spá í að gefa Karen Helgu smá pakka, bara til sínast, fyrir að vera svona ýkta góð vinkona.
Ég og mamma erum byrjaðar að skreyta. Settum einhverjar stjörnur í eldhúsið, sem við erum komnar með gubbuna fyrir. Þannig að mamma ætlar að finna e-ð flott úti Í Edinburg og við ætlum bara að hafa ein í öllum gluggunum. Stofunni, eldhúsinu og herbergjunu,. Það verður geggjað.
Ég var að þrífa rimlagardínurnar um helgina, og inni hjá mér áðan, og við notum Pampers blautþurrkur á þetta og þær taka ALLANN skít í burtu, fituna og allt! Hugsa sér svo að þetta sé notað á lita barna rassa. Þetta er algjört eitur. Ég tók eina svona þurrku og þreif svona lítinn koll sem er með hvítu leðri á og hann er eeeeld gamall, og hann lítur út eins og nýr eftir þetta! Ég ætla sko ekki að nota þetta eitur á rassinn á börnunum mínum!
Ég fór í fyrsta prófið mitt í gær, í sögu 423 og mér gekk ömurlega . Ekkert alltof bjartsýn á að ná þessum áfanga. En 25% verkefni sem ég gerði gekk hrikalega vel svo ég vooona að ég nái!
Ég hef ekkert meira að segja krakkar mínir, en endilega kommentiði .. mjög glatað að fá engin komment :(
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 26. nóvember 2006
Vá!
Önnur eins viðbrögð við bloggfærslu hef ég ekki orðið var við lengi. l0l
Ég var að koma úr smá teiti hjá Ástrósu. Edrú. Er að fara læra á morgun. SHIT hvað ég er samviskusöm.
Dett bara íða á ÞORLÁKSMESSU! virðist sem fólk ætli að koma því í tísku, og só! mér er sama þótt hún sé á laugardegi. heeh!
En ég vil óska honum Andrési til hammó með ammó á þessum merka degi, 26 nóvember:D 20 ára tjéllinn.
En ég hef voða lítið að segja. Var að spá í að fara röfla um Árna Johnsen en ákvað að sleppa því.
En endilega lesið bloggfærsluna sem ég skrifaði á undan, veit hún er löng :)
Ég sé eftir því að hafa valið þetta blogg kerfi :( svo fá útlit sem hægt er að velja um.
En ég ætla að enda þessa bloggfærslu á því að heiðra minningu ömmu heitinnar. Ég SAKNA þín ótrúlega mikið og ég vild að þú hafir ekki verið tekin frá okkur svona snemma. Í sumar voru 4 ár síðan þú fórst, það er svo langt síðan og ég er enþá að fatta það að þú skulir vera farin. Ég vil ekki trúa því! Ég læt þessar myndir af henni fylgja en þær eru teknar á sama árinu, fyrri myndin þar sem hún er heilbrigð er tekin í byrjun ágúst, og hin í nóvember eða í kringum jólin.
Elín Frímannsdóttir f. 26.11.1935 d. 29.06.2002
HÆTTIÐ AÐ REYKJA!
Ég verð að láta þessa fylgja með. Sjáiði hvað hún var FALLEG! BTW á fyrri myndinni eru afi og amma að byrja saman .. heeh!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 22. nóvember 2006
Býr Íslendingur hér?
Ég er í sögu303 og ég átti að velja mér eina kjörbók úr bunka af bókum. Ég valdi þá bók sem var styðst. Auðvitað. En það er eins og ég hafi verið slegin með úldnu ýsuflaki. Ég er svo sjokkeruð og er alltaf að hugsa um þessa bók. Hún hefur breytt hugsunarhætti mínum.
Bókin fræga heitir Býr Íslendingur hér? Minningar Leifs Muller, og er um eins og nafnið gefur til kynna um mann að nafni Leifur. Hann fæddist í Reykjavík árið 1920. Foreldrar þessa manns voru norskir. Faðir hans kynnti okkur íslendingunum fyrir skíðaíþróttinni og stofnaði m.a. Skíðafélag Reykjavíkur sem byggði síðar skíðaskálann í Hveradölum.
Þegar Leifur var búinn með gagnfræðiskólann fór hann út til Noregs í nám. Þar var hann handtekinn í byrjun stríðsáranna, nánar tiltekið þegar Nasistar hertóku Noreg. Hann fór fyrst í fangelsi að Möllergaten og var þar í um 6 mánuði. Þar var hann í 7 fermetra klefa með nokkrum öðrum mönnum, og fannst honum þetta mesta helvíti. En seinna meir fannst honum fangelsið að Möllergaten himnaríki. Eftir nokkra mánaða dvöl þar, var hann fluttur að Grini, sem er einnig í Noregi að minni bestu vitund. Þar var hann í nokkra mánuði, og þegar hann hélt að hann væri laus, þá var að sendu til Sachsenhausen. Illræmdustu fangabúða Nasista í Þýskalandi. Maður var búinn að heyra af því að þetta hafi verið mjög slæmt. En aldrei datt mér það í hug að mannskepnan gæti verið svo nálægt því að vera illræmt villidýr. Aldrei.
Lýsingarnar í bókinni eru mjög góðar og náði maður að ímynda sér hvernig þetta var. En auðvitað ímyndar maður sér þetta aðeins skárra heldur þetta var í raun og veru.
Þarna voru fleiri þúsund fangar, það sváfu tveir og hálfur maður í einu rúmi. Yfirleitt berir vegna hitans í bragganum. Rúmfötin sem þeir sváfu með höfðu aldrei verið þvegin. Fötin sem þeir gengur í höfðu aldrei verið þvegin. Þvílík sjúkdóma hætta sem var þarna á ferð. Aumingja fólkið.
Ef fólkið veiktist þá var því bara hent inní sjúkrabragga og vonast til þess að það náði bata sem fyrst svo það gæti farið að vinna. Leifur veiktist nokkrum sinnum, og eitt sinn þá veiktist hann svo illa að hann fékk auðveldara starf en felstir. Hann fékk að vinna í sjúkrabröggunum.
Hann minnist á mann í bókinni sem var honum alltaf minnisstæður.
"Það var maður á miðjum aldri, mjög horaður og nær tannlaus, sem hafði legið í nær þrjár vikur án þess að nokkur skipti sér af honum. Loksins, þegar lyktin af honum var oriðin óbærileg, var hann sendur yfir til okkar. Þá var of seint að bjarga honum. Allur sitjandinn var oriðinn að einni leðju og húðiin í kring ljósgræn á lit eins og mosi. Það var útilokað að sjá að þetta hefði nokkrun tíma verið hold á manni. Við gátum ekkert gert. Maðurinn var að rotna lifandi. Lyktin af honum var einhver sú versta sem ég hef nokkru sinni fundið. Þessi vesalingur var svo máttgarinn að hann gat ekki lengur matast hjálparlaust. Ég mataði hann og reyndi að láta hann ekki sjá hve hræðileg mér þótti lyktin. Það átakanlegasta var að maðurinn virtist gera sér fulla grein fyrir því að þarna lá hann í sínum eigin líkamsleifum og ekkert var hægt að gera nema bíða - bíða efitr því að hann héldi áfram að rotna. Að morgni fjórða dags var hann orðinn kaldur."
Starfið sem Leifur var í - í sjúkrabragganum var að keyra líkamsleifum félaga sinna niður í líkbrennslu á sérstökum líkbörum. Þar voru allar verðmætar tennur dregnar úr þeim, svo sem tennur með silfur, gull eða hvers kyns fyllingum.
Í lok bókarinnar þá fer hann að segja frá því að fólk sé að segja að það sé rangt að leita uppi gömlu nasistana og láta þá standa reikningsskap gjörða sinna. Því þetta séu gamlir menn og eigi ekki lengur að gjalda gömlu áranna. Hann nennir ekki hugsa um eitthvað svona, hann vonaði aðeins að þessi menn yrðu ekki á vegum sínum framar.
En hann segir þó:
"Þó vil ég leyfa mér að benda á að við sem vorum þrælar þessara manna erum líka orðin gamlir menn en höldum samt áfram að djalda fyrir gömlu góðu árin þeirra Sjálfur kynntist ég líka föngum, ungum mönnum og unglingum, sem aldrei urðu gamlir menn. Þegar var búið að brjóta þá alveg niður þurfti ég að aka þeim síðasta spölinn í líkkerrunni. Eins og við öll áttu þessir piltar sér framtíðardrauma og vru nú á milli sextugs og stjötugs ef nasistarnir hefðu ekki náð sínu fram."
Aumingja maðurinn!!
Bókinni líkur með þessum orðum:
"Þó að ég sé sjálfur nokkuð sáttu og beri ekki hefndarhug til gömlu nasistanna mun ég aldrei fyrirgefa þeim. Aldrei nokkurntíman. Þegar ég lít til baka er svo margt sem ég mun aldrei gleyma og aldrei fyrirgefa. Ég mun aldrei gleyma hungrinu og kuldanum, ofbeldinu og kvalaópunum, sjúkdómunum og skítnum, líkunum og brælunni ur bálstofunni. Ég mun aldrei gleyma Englendingunum í hegningardeildinni, Ívan litla og Óskari Vilhjálmssynim Lettanum og gamla manninum sem gat ekki gengið í takt. Og aldrei mun ég gleyma ungu drengjunum sem féllu þarna í valinn, einir og yfirgefnir - sviptir tú á miskunn Guðs og manna"
Leifur lést sama ár og bókin var gefin út þann 24.ágúst 1988, 67 ára að aldri. Seinasta árið barðist hann við krabbamein.
Hvernig er hægt að leggja allt þetta á einn mann! Hann var með sjúkdóma og fleiri kvilla alla tíð frá því hann koma heim.
Sachsenhausen er opið fyrir almenning, nákvæmlega eins og það var. Þjóðverjar ákáðu á hlífa engu.
Hér fylgja nokkrar myndir..
Ég legg til að ALLIR lesi þessa bók.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 14. nóvember 2006
Nóg að gera .... NOT
Það er ekkert svo rosalega mikið búið að gerast í þessari viku hjá mér. Bara á fullu í skólanum, og að stressa mig yfir prófunum. Ég fer í 5 próf, og próf sem mig kvíður fyrir, reyndar alls ekki neitt fyir UTN. Það voru sautján verkefni sem við´attum að klára í því, og ég fékk 3 níur og 14 tíur, þannig að mér ætti að ganga ágætlega í prófinu. Ég þarf að læra mjög vel fyrir stærðfræði prófið, þótt ég sé búin að mæta í alla tímana kann ég varla helminginn af því sem hann er að kenna okkur. Eina sem ég kann virkilega er LEIFAREGLAN, hún er líka líklegast það auðveldasta í bókinni. Ég ´tla ekki einusinni að tala um þýskuna. Þýska er bara þýska. En nóg um skólann, örugglega ekki skemmtileg lesning
Á föstudagskvöldið var ég að vinna í sjoppunni frá fimm til ellefu. Það var ágæt svosum. En á laugardagskvöldið var ég að vinna í fertugsafmæli, og það var stuð. Mér finnst alltaf jafn gaman að vinna í veislum og svona, sérstaklega afmælum. Ég mætti kl 8 í veisluna og var til 1. og ég fékk 6000 kall. gEðveikt sátt með það. Ég ætla að reyna fara spara peningana sem ég fæ til að kaupa jólagjafir.
GLEÐIFRÉTTIR Á HEIMILINU!!! uppþvottavélin er BILUÐ, og það þarf að taka allt útúr henni og þvo það! 3 ára gömul vél. GÆÐI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 8. nóvember 2006
Vá hvað ég er fegin að búa á litla Íslandi
Þrennt hálshöggvið í Saudi-Arabíu
Þrír Pakistanar, voru teknir af lífi í Saudi-Arabíu, í dag, fyrir smygl á fíkniefnum. Þetta voru tvær konur og einn karlmaður. Þau voru hálshöggvin á almannafæri.
Saudi-Arabíu er stjórnað samkvæmt ströngum lögum múslima. Þar er fólk tekið af lífi fyrir morð, nauðganir og fíkniefnasmygl. Yfirleitt er fólkið hálshöggvið með sverði, á almannafæri. Það sem af er þessu ári hafa tuttugu manns verið teknir af lífi.
Það er talsvert minna en á síðasta ári, þegar 86 voru teknir af lífi. Yfirvöld vilja ekki útskýra þennan mun, en mannréttindasamtök hafa deilt hart á þau fyrir mikinn fjölda af aftökum á síðustu árum.
(grein tekin af visir.is)
Pælið í því hvað sum lönd eru eftir á. Þetta fólk var hálshöggvin á almannafæri eins og í eldgamladaga. Á fyrri tímum var fólk tekið af lífi fyrir framan almenning og almenningur naut þess, fannst það bara gaman. Hélt að tímarir væru breyttir í dag, en það virðist ekki vera :S. Þetta sló mig ekkert smá mikið og ég vil endilega fá að heyra skoðanir fólks á þessu máli.
En pælið í því að maður er tekinn af lífi fyrir morð, NAUÐGANIR og fíkniefnasmygl. Hérna á litla Íslandi fer þetta mannskemmandi fólk sem nauðgar í kannski 3 mánuði í fangelsi, eða nokkra mánuði skilorðsbundið eða fær ENGANN dóm. Æj vá hvað þetta er skrítið.
en já, ég vil endilega fá að heyra skoðanir fólks á þessu máli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 8. nóvember 2006
Nýtt hár :)
LOKSINS búin að fara í klippingu. Hárið á mér var orðið mikið og ég réð ekkert við það. Ég fór í Iðnskólann í Hafnarfirði í klippingz og borgaði 1500 kall. Maður sér ekki eftir þeim pening..
sry. hárið sést ekkert rosa vel á þessari mynd. Á enga betri.
Ég er enþá atvinnulaus og ég er að drepast úr stressi fyrir prófin, sem byrja eftir 3 vikur! Ég er mjöög hrædd fyrir stærðfræðiprófið, sögu 423 prófið og ÞÝSKU! fokk. Eiginlega ekkert viss um að ég nái henni
Djöfull er ég orðin léleg í þessu bloggi. Veit ekkert hvað ég á að skrifa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 5. nóvember 2006
Byrjuð að blogga again
Vegna tíðra áskoranna hef ég ákveðið að byrja að blogga aftur. Reyndar á nýrri síðu, en það eru búnar að koma svo margir góðir aukahlutir hérna inná undanfarið þannig að ég tók því sem svo að þetta væri það kerfi sem væru uppfært sem oftast.
Allavega....
Góður dagur í gær. Ég fór í bæinn með Karen Helgu, Ragnheiði. Náðum í Hönnu heim til hennar og fórum í Kolaportið, sem er btw ógeð. Ég veit ég er fordómafull, en fólkið þarna er ýkt skrítið og það er vond lykt þarna. Við stoppuðum stutt þar. Fórum þá í Kringluna og fengum okkur að borða þar. Rikki chan! geeeeðveikt gott. Fóru því næst í Smáralindina, svo í Sappos, sem er ekki skemmtileg búð Planið hjá okkur var að fara á Langbest að borða, en stelpurnar hættu við það og við fórum bara í Kaupfélagið og fengum okkur sóma samlokur.. híhí, ef ég hefði fengið að velja, hefði ég valið langbest, en þetta var ekkert slæmt.
Ég hef aldrei vitað annað eins!! Stelpurnar tóku sig til hérna heima hjá mér, og VÁÁ hvað þær voru lengi. Við fórum í drykkjuleiki hérna heima hjá mér, og ég endaði sem fulligaurinn! Við dönsuðum og drukkum hérna til um hálf 3, skelltum okkur þá í Keflavík og dönsuðum þar... skelltum okkur þá heim. Og ég svaf veeel.
Takk fyrir kvöldið Karen Helga, Linda, Hanna, Margrét, Ragnheiður, Ari Haukur, Diddi og Helena Sirrý
Btw. Hvað er málið með veðrið ??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Spurt er
Tenglar
BloggRúnturinn
- Andrea Alltaf ljúf
- Anna Björt Kúrí Hún er the kúrí
- Lalli Sérstakur drengur -- mjög spes
- Hjalti If you need a hug - go to Hjalti
- FERÐABLOGG Helga og Binna Fallegustu túristarnir
- Ásdís og Silja flipparar Algjörir flipparar
- Bolli bjútí Hann átti að vinna Herra Ísland ..
- Rán Hún er skrítin .. híhí
- Siggi Fannar Siggi Fannar
- Sædís Sædís sæta
- Ölli Hann er klikkaður
- Arna Benný Arna Benný sæta
- Friddi beib Friddi beibí
- Nína og Sigrún Pakkinn
- Karen Helga Karen Helga mín
- Tinna www.tinnastefans.bloggar.is
- Fanney Fanney mín
#3
Myndir frá Laugum
#2
Gamlar myndir frá í fyrra
#1
Fleiri hundruð myndir af mér og mínu krúi!!
Thatsthespirit!
Allt um áfengi og drykki! + 3000 uppskriftir
- Allt um áfengi Allt um áfengi og drykki! + 3000 uppskriftir
Eldri færslur
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar