Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 23. apríl 2007
sorry guys
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. apríl 2007
mjöööööög langt síðan :)
Hæ elskurnar mínar. Núna er orðið endalaust langt síðan ég bloggaði, ætla að hafa þetta bara svona eins og seinasta blogg, bara svona punkta ... :)
- Fór að djamma með Karen Helgu
- Ég tók 130 myndir nánast bara af mér og Karen Helgu
- Páskafríið kláraðist
- Ég fór á Laugar
- Fór aftur heim og kom Karen Helgu á óvart
-Djammaði á Laugardeginum
-Ég tók 230 myndir af fullt af fólki
- Gaui kriplingur ... haha
-HELGI KOM HEIM ÞANN 15.APRÍL
- Ég fór aftur á Laugar :(
- Ég fékk skólaleiða
- Ég er að drulla á mig í verkefnaskilum, en er að ná að hífa mig uppúr drullunni
- Nína átti afmæli
- Ég fór í bústað í Nínu afmæli
- Ég drakk bjór
- Ég fékk áfengi í pósti (pósturinn kemur inná skrifstofu til Kristjönu:)
- Það eru 3 vikur í sumarfrí
- Ég er ekki komin með vinnu í sumar
- Það er 34 dagar í KÝPUR
- Ég fæ bráðum útborgað frá 10-11
- Ég er að spá í að fara aftur á bloggar.is þar sem þetta er alltaf bilað hjá mér og það er ljót útlit hérna :) hehe
- Ég sakna Helga
- Ég ætla að vera duglegri að læra
- Ég þarf að skila enskuritgerð í NÆSTU viku í fjarnáminu
- Ég fékk 5 á sagnakönnun í þýsku - hæsta einkunn hingað til. PRIMA
- Ég og Helgi ætum að vera íslenskir túristar á Íslandi í sumar
- Það kom sumardagurinn fyrsti og snjórinn fór
- Snjórinn kom aftur
- Og snjórinn fór
- Snjórinn kom aftur
- Hvenær ætlar snjórinn að fara??
- Ég fór í leiki í íþróttahúsinu með starfsfólkinu og það var ýkt gaman.
Er þetta búið eða ? hehe
nenni ekki týna til meira :) En endilega kíkið á myndaralbúmin mín --- fulltFULLT nýtt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 8. apríl 2007
1 - 2 SELFOSS!!!
Þá fer páskafríiið bara alveg að verða búið, samt eru ekki komnir páskar... spes.
Ég fékk vinnu í 10-11 á nóttunni. Mjög næs. Ég var að vinna frá lau-fim og vann mér inn hellings pening. Á líklega allt eftir að fara í vitleysu, en það er bara gaman að því. Ég græddi helling á því að vinna þarna líka, einhver pólverji gaf mér þúsundkall í tips og svona :D
Ég gerði lítið annað í seinustu viku en að sofa og vinna en skellti mér þó í bústað með krökkunum í gær (föstudag) þau fóru reyndar öll á fimmtudaginn en mamma og pabbi skutluðu mér á selfoss svo ég gæti tekið þátt í gamaninu. Ég nenni ekki fara útí nákvæmar lýsingar á þessu djammeríi en ætla bara að setja svona punkta.
- Það var ýkt mega stuð!
-Ég og Karen Helga borðuðum hrátt kjöt
-Appelsínusafi er stór hættulegur ef hann hrekkur ofan í mann
-Albert var í skottinu og löggan tók ekki eftir neinu, guði sé lof fyrir dökkar rúður
- Við fórum á ball í REIÐHÖLL og það var engin skítafýla þar, þrátt fyrir alla selfyssingana... híhí
- ÁMS var að spila (lesist ámmms) alveg ýkt mega töff kúl sko
-Hitti Loða frænda! :D
-Sandgerðingarnir að fýla sig á dansgólfinu í danshring og læti
-Selfyssingar í góðu fjöri og réðust á Gísla og Bolla
-Bolli a.k.a. Herra Ísland var í fjöri og notaði sko olnbogann!
-Gísli var krambúleraður með blóð útá kinn í andyrinu.
-Andrés snar geðveikur og dúndraði næstum Svenna
-Ég var dúndruð í hnakkann.. mjög fegin að Helgi hafi ekki verið á staðnum:)
-Strákarnir alveg snar brjálaðir inní anddyri öskrandi 1 2 Selfoss
-Davíð heldur með Reyni .. þeir eru sko í 1 deild
-Ég náði að halda Rúnari í skefjum í þessum látum
-Selfyssingar geta kastað stólum
-Gísli alveg gjörsamlega brjálaður og skildi Veigar og Karen Helgu eftir
-Karen Helga og Veigar löbbuðu fleiri hundruð metra eða kílómetra... allavega að minnisvarðanum heh
-Allir í brjáluðu stuði þegar aftur var komið í bústaðinn
-Það var kíkt í pottinn
-P-jay er með ljótar tær
-Næsta stelpa sem Bolli ætlar að sofa hjá á að vera kærastan hans - stelpur mínar! gogogogo
-Davíð drapst í pottinum
-Gísli sefur kæfisvefni
-Andrés og Gassi hrjóta djöfull mikið
-Rúnar og P-jay pirripú og keyrðu heim kl 7 í morgun! SKAMM!
-Bolli týndi nánast öllu sínu ..
-Hjalli skrifaði skáldsögu byggða á sönnum atburðum í gestabókina
-Það voru 7 haldapokar eftir af mat
Æj vá hehe. of mikið nenni ekki meira. En þetta var ýkt gaman og ég vil bara þakka ykkur krakkar mínir fyrir helgina. Ég ætla að henda inn myndum á morgun frá kvöldinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
schnilld!!
oooog....
Þessi drengur er snilldingur...
KOMMENT PLÍS! hehehe
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 30. mars 2007
Heima er bezt
Þá er kellan komin heim í Sandgerðina. Alltaf gott að komast heim. Það eru 6 vikur síðan ég var heima seinast, samt finnst mér eins og þær hafi bara verið tvær.
Ég lagði af stað á Ak e-ð yfir eitt og var komin kl 2. Vélin átti að fara í loftið kl 14:25 en það var seinkun og við fórum ekki fyrr en um 14:50, og lentum um klukkutíma seinna. Aldrei verið jafn lengi á leiðinni suður eins og núna.. tisssss...
Pabbi sótti mig á völlinn og við brunuðum í Keflavíkina og í ríkið, keytpum smá bjór, stelpubjór og hvítvín og svo komum við heim í kjötbollur .. Mmmm ... Ég hljóp beint yfir til Helenu Sirrý til að skoða litla djásnið hennar sem fæddist 23.mars. Algjört bjútí!!
Núna er ég að fara skella mér í vinnu. Maður er svo eftirsóttur sjoppuafgreiðslumaður að maður fær aldrei frið. Nei djók. Ég er að fara vinna hérna í sjoppunni í kvöld frá 8-11 og svo kannski e-ð á miðvikudaginn og svo e-ð á laugardaginn næsta. Gott að fá smá vasapening.
Hef voða lítið að segja. Held ég djammi ekkert í kvöld. Karen Helga að vinna í Zöru og kemur heim í kvöld eða morgun. Held að það verðir bara smá tjútt annaðkvöld...
Lots of luv 2 jú gæs!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Halelúja
http://www.69.is/openlink.php?id=50107
Eftir að þið hafið lesið hann þá megið þið lesa þetta :)
Ég er suðurnesja maður og er ekkert reið eða sár eða neitt. bara taka það fram. En vá.
Þekki hann ekki neitt. Veit bara að hann gerði mér ekki lífið auðvelt þegar ég var yngri og er reyndar löngu komin yfir það, ætlaði líklega ekkert að meiða mig svona mikið. En það er saga í annað blogg :) nenni ekkert vera að blaðra um það núna. En ég held að þessi strákur sé þrem eða fjórum árum eldri en ég og ég hef bara heyrt að hann sé heimskur, sem reyndar sannaði sig í Kastljósinu um daginn. En þessi beygla sem er að blogga í þessum link þarna fyrir ofan er nú e-ð bitur annaðhvort útí hann eða þá suðurnesjamenn. Kannski af því við erum góð í körfu? nei bara smá uppástunga. En að flokka alla Suðurnesjamenn í einn flokk er ekki rétt og setja okkur undir sama hatt og Skúla.
"Af hverju í ósköpunum býr svona margt illa gefið fólk á Suðurnesjum? Ein skýringin getur verið sú að Kaninn hafi aðeins náð að nauðga verst gefnu dætrum Suðurnesjamanna. Hinar hafi flúið í ofboði úr bænum og eftir hafi setið sauðheimskar mæður með nikkelmenguð börn siðblindra feðra. Það er dálítill Alabamasvipur með Skúla."
Hérna kallar hún mömmu hans beinlínis mömmu hans "kanamellu". En ég veit hverjir foreldra hans eru... pabbi hans, Villi pulsa, gerir besta kjúklinaborgara í veröldinni og Inga er besta skinn!
Ég ætla að setja nokkur góð komment sem voru við þessa færslu sem ég er fyllilega sammála..
"Einstaklingurinn sem að óskar hér Skúla öllu því illa sem að hægt er að tína til með jafn sjúku ímyndunarafli og viðkomandi einstaklingur opinberar hér öllum sem að lesa vilja þessa sársjúku "réttlætiskennd" ef að réttlætiskennt er hægt að kalla. Til að kóróna augljósa klikkun sína þá gerir að mér sýnist alla suðurnesjamenn samseka í öllu þessu "meinta" hraðaakstursvídeói.
Hugsið ykkur lesendur góðir, þessi sami einstaklingur er sennilega með ökuréttindi og hefur sennilega afnot af bíl. Með þessa dómgreind sem að sýnilega er blinduð af eitthverju óskiljanlegu hatri útí alla mótorhjólamenn,, og suðurnesjamenn. Með þess dómgreind útí umferðinni, og lífinu almennt. Og þessi klárlega sálsjúki einstaklingur er svo að voga sér að setja útá aðra, alveg blindur á það hvað hann/hún sjálf/ur er ófær um að umgangast eða eiga samskipti við fólk. Mér hryllir við þeirri hugsun að svona manneskja sem að opinbera slíka heift til ákveðinna þjóðfélagshópa skuli fá að hafa ökuréttindi, eða bara að ganga laus almennt.
Til samanburðar þá er ég kunnugur Skúla og verð að segja ég hef aldrei heyrt hann láta frá sér nokkuð sem að kemst nálægt því að opinbera jafn mikla mannfyrirlitningu og hatur í garð nokkurs manns. Ég segi til samanburðar því ég hef ekki heyrt svona sjúk sjónarmið frá Skúla í 2 manna tali, hvað þá að hann fari að opinbera svona viðbjóð fyrir heilli þjóð. Eins og umræddur bréfritari gerir.
Svo til að kóróna eigin heigulshátt til viðbótar sálsýkina sem að umræddur bréfritari hefur þegar sýnt frammá með skrifum sínum að hann/hún hefur yfir að búa þá er þetta allt saman gert í skjóli nafnleyndar til þess að viðkomandi muni ekki þurfa að vera gerður ábyrgur orða sinna, en á sama tíma vill viðkomandi að aðrir geri skil á sínu. Þetta er hræsni til viðbótar við allt sem að bréfritari hefur framað þessu opinberað um sjálfa/n sig.
Og nú varpa ég spurningu til þín lesandi góður, hvor er svo verri borgari, Skúli ? Eða bréfritari með opinberunum sínum ?"
Og annað ..
"Elsku vina er þetta nú ekki fullgróft. Það eru stór orð að óska öðrum dauða og ég tala nú ekki um að draga alla vélhjólamenn í svaðið fyrir gjörðir eins.
Þú talar um heimskupör umrædds drengs og hálfvitaskap og vanhugsun en hvað ertu að gera sjálf með þessarri bloggfærslu?? Þú ert lítið annað að gera en setjast á nákvæmlega sama plan og það sem þú varst að drulla svona nett yfir.
Þú drullar yfir öll Suðurnesin og talar þar um illa gefið fólk en þú verður að fyrirgefa, þessi færsla þín sýnir nú ekki miklar gáfur eða rökhugsun :S
Ég vona innilega þín vegna að þú íhugir skrif þín betur í framtíðinni því það að óska fólki dauða eða því að það slasist er eitthvað sem engin viti borin manneskja ætti að láta út úr sér."
og eitt í viðbót..
Heyrðu stúlka góð.
Hafi hann gert slíkann óskunda á hlut þinn að hann eigi skilið að vera rakkaður niður frammi fyrir alþjóð, so be it. En með því að nefna og tengja mótorsportmenn við það að keyra hratt á götum úti. Þá erum við komin út í allt annan kapitula góða mín. Þó að vissulega séu því miður allt of mikið af svörtum sauðum sem að bera enga virðingu fyrir umferðinni og ég tala nú ekki um MANNSLÍFUM þá finnst mér óþarfi að þeir sem að keyra skikkanlega þurfi að líða fyrir gjörðir annara.
Nú er ég ókunnugur um málavexti en bara þessi eina tenging við vélhjólamenn og ofsaakstur fékk mig til þess að senda inn línu til þess að láta þig vita með vinsemd að þú sért að taka heldur stærri bita upp í þig en kemst fyrir. Nú ég verð líka að viðurkenna að það fauk örlítið í mig og ég hefði getað sagt hluti eins og: Hvað er að þér helvítis kuntan þín er eitthvað langt síðan þú fékkst að ríða eða hvað?, en ég er gáfaðri en svo.
Mundu bara það að það hafa margir farið flatt á því að dæma allan hópinn út frá gjörðum svörtu sauðanna og ef þú ætlar skrefinu lengra með þetta og notar alhæfingar um einhverja þá verður sko ekki tekið á þér með neinum silkihönskum.
___________________________________
Kveðja.
Sigfús Jónsson
P.S.
Það er líka svolítið varhugavert að óska einhverjum dauða og það er held ég eitthvað sem þú villt ekki fara með upp á næsta level.
Gættu bara tungu þinnar í framtíðinni vegna þess að svona reiðipistlar leiða oftast til þess að maður skýtur sig all svaðalega í fótinn.
Allt þetta segi ég með einskærri vinsemd.
Ég er svo yfir mig hneiksluð að ég get ekki lýst því með orðum!!
Nikkelhausinn kveður að sinni..
Endilega segið mér skoðun ykkar á þessu máli!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 26. mars 2007
Góð helgi .. hohohoh
steikthelgi .. Mmmmmm
Allir Raufarhafnarkrakkarnir fóru heim. Þá vantaði bara 65% af skólanum. Svona næstum því..
Við vorum nokkur inni hjá Valda, en það voru Anna, Hjalti, Fanney, Jónas, Ég, Lárus og auðvitað Valdi.
Anna fór uppí herbergi og við ákváðum allt í einu að fara á Akureyri að fá okkur Búlluborgara, svona uppúr þurru, klukkan hálf 2. Við vorum auðvitað of mörg og ég var frekja og Hjalti fór heim. - Fyrigefðu.
Við fórum á Akureyri, Búllan var lokuð, samt var búið að auglýsa næturopnun. Sumir fóru þá bara á TikkTakk og ég fór á nætursöluna og fékk mér verstu pulsu í heimi.
Það var líka gaur sem var svo brjálaður á nætursölunni sem kramdi næstum því hamborgarann sinn. Það hefði verið svo priceless ef hann hefði gert það..
Valdi er líka á Launum ... hahahahaha
Ég vaknaði kl 3 á laugardaginn. Persónulegt met. Ég var ekkert að drekka kvöldið áður, samt gat ég sofið svona mikið.. Schnilld!
Á laugardagskvöldið fór ég á Rembuna í Laugabær. Snilldar leikrit. Ýkt fyndið og leikararnir fóru að kostum. Því næst BEILUÐU allir og fóru á Akureyri nema ég, Kobbi (híhí Jakob), Anna og Hjalti. Við vorum í Laugabær fram að lokun, Anna var að reyna redda okkur á Ídali, en þratt fyrir það að við sögðum henni ÝTREKAÐ að við værum ekkert að leiðinni þangað hélt hún áfram til kl 2. Við fórum heim til Hjalta þar sem Anna var ÝTREKAÐ með dólgslæti, alveg ÝTREKAÐ sko.
Okkur vantaði mjólk svo við löbbuðum niður á vist þar sem Anna var ÝTREKAÐ á sokkaleistunum.
Þegar við vorum komin niður á vist vorum við bara að fíbblast e-ð, Anna fór kl 3 og síðan vorum við bara ÝTREKAÐ að spjalla saman til kl 8 um morguninn. Fengum okkur líka ÝTREKAÐ samlokur.
Þetta var alveg ÝTREKAÐ gaman.
Er ég að nota ÝTREKAÐ of oft.
Neee ekki ég. Bara Jakob.. .
Hey vissuð þið að Hjalti og Jakob eru næstum því bræður en samt ekki.
Ég setti annað persónulegt met. Ég vaknaði kl 16:30 á sunnudeginum og var alveg miður mín að dagurinn væri búinn... Lúði eða hvað ??
samt skemmtilegt met. hehe. Já, ég sofnaði líka kl hálf 12 um kvöldið..
Þetta er alveg ÝTREKAÐ leiðinlegt blogg..
nei okei. Ég skal hætta..
ííííííhahahahahahahaahaaa. Ég er e-ð í svo góðu skapi í dag. Vaknaði kl 8 og fór að tala við Helga á msn. Mjög góð byrjun á deginum. Ég fór líka í ýkt þægileg föt. og í peysu sem ég passaði ekkert mjög vel í um jólin og núna passar hún miklu betur. Það er líka góð byrjun á deginum.
Alltaf gaman að vera hress...
Páskafrí eftir 4 daga. Helgi eftir 19 daga..
íííhaaaa
Mæspeis!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 25. mars 2007
Quiz!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 23. mars 2007
Enn ein helgin.
Fanney verður ein heima og ekki til neitt áfengi hér á bæ, hvað þá peningur ..hehe það er reyndar ömó.
En hvað um það .. we will survive.
Fanney og Valdi erum búin að vera að skamma mig heillengi fyrir að hafa ekki séð Kill Bill myndirnar. Mér hefur aldrei litist neitt á þær og þar að leiðandi ekkert verið að horfa á þær. Ég veit hvernig myndir mig líkar og veit að mig líkar ekki við svona myndir. Ég samþykkti loks að hætta þessari þrjósku og horfði á nr 1 í gær.
igh!
Fanney sagði að ég ætti ekki að gagnrýna þessa mynd fyrr en ég væri búin að sjá númer 2 líka, en ég veit ekki. Þetta var bara sönnun fyrir því sem ég hélt.
Þetta er bara asnalegt. Sorry Fanney. Ég mun alveg horfa á 2 og fá enþá meiri sönnun fyrir þessu.
Þetta eru alveg sniðugar myndir og söguþráðurinn mjög góður en þetta er bara svo illa gert.
Það allra fáránlegasta var þegar blóðið úðaðist útum allt.. afhverju ?
Ég veit ég er að særa marga með að segja þetta en þetta er bara mín skoðun og ég fýla ekki svona myndir sem eru svo óraunverulegar og þegar e-ð gerist sem myndir aldrei geta skéð.
Planið um helginar er að gera ekkert :) hehe því næstu helgi fer ég HEIM í PÁSKAFRÍ!! sjétt hvað ég ætla að éta mikið af góðum mat og súttlaði.. sjii mig hlakkar til..
heyrumst krakkar mínir...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 23. mars 2007
Hann lækkaði - matarskatturinn þá!
slappt...
Ég blogga á morgun, eitthvað almennilegt þá, það er föstudagur þá og þá verð ég í stuði ..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er
Tenglar
BloggRúnturinn
- Andrea Alltaf ljúf
- Anna Björt Kúrí Hún er the kúrí
- Lalli Sérstakur drengur -- mjög spes
- Hjalti If you need a hug - go to Hjalti
- FERÐABLOGG Helga og Binna Fallegustu túristarnir
- Ásdís og Silja flipparar Algjörir flipparar
- Bolli bjútí Hann átti að vinna Herra Ísland ..
- Rán Hún er skrítin .. híhí
- Siggi Fannar Siggi Fannar
- Sædís Sædís sæta
- Ölli Hann er klikkaður
- Arna Benný Arna Benný sæta
- Friddi beib Friddi beibí
- Nína og Sigrún Pakkinn
- Karen Helga Karen Helga mín
- Tinna www.tinnastefans.bloggar.is
- Fanney Fanney mín
#3
Myndir frá Laugum
#2
Gamlar myndir frá í fyrra
#1
Fleiri hundruð myndir af mér og mínu krúi!!
Thatsthespirit!
Allt um áfengi og drykki! + 3000 uppskriftir
- Allt um áfengi Allt um áfengi og drykki! + 3000 uppskriftir
Eldri færslur
31 dagur til jóla
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar