Vá hvað ég er fegin að búa á litla Íslandi

Þrennt hálshöggvið í Saudi-Arabíu

Þrír Pakistanar, voru teknir af lífi í Saudi-Arabíu, í dag, fyrir smygl á fíkniefnum. Þetta voru tvær konur og einn karlmaður. Þau voru hálshöggvin á almannafæri.

Saudi-Arabíu er stjórnað samkvæmt ströngum lögum múslima. Þar er fólk tekið af lífi fyrir morð, nauðganir og fíkniefnasmygl. Yfirleitt er fólkið hálshöggvið með sverði, á almannafæri. Það sem af er þessu ári hafa tuttugu manns verið teknir af lífi.

Það er talsvert minna en á síðasta ári, þegar 86 voru teknir af lífi. Yfirvöld vilja ekki útskýra þennan mun, en mannréttindasamtök hafa deilt hart á þau fyrir mikinn fjölda af aftökum á síðustu árum.

 (grein tekin af visir.is)

 

Pælið í því hvað sum lönd eru eftir á. Þetta fólk var hálshöggvin á almannafæri eins og í eldgamladaga. Á fyrri tímum var fólk tekið af lífi fyrir framan almenning og almenningur naut þess, fannst það bara gaman.  Hélt að tímarir væru breyttir í dag, en það virðist ekki vera :S. Þetta sló mig ekkert smá mikið og ég vil endilega fá að heyra skoðanir fólks á þessu máli.

En pælið í því að maður er tekinn af lífi fyrir morð, NAUÐGANIR og fíkniefnasmygl. Hérna á litla Íslandi fer þetta mannskemmandi fólk sem nauðgar í kannski 3 mánuði í fangelsi, eða nokkra mánuði skilorðsbundið eða fær ENGANN dóm. Æj vá hvað þetta er skrítið. 

 en já, ég vil endilega fá að heyra skoðanir fólks á þessu máli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri alveg til í að menn yrðu teknir af lífi fyrir þessa dóma hér á íslandi. Mér fynnst þetta bara engan vegin of strang!Ef að þetta væru dómarnir hér á Íslandi þá mundi heldur betur fækka fíkniefni og nauðganir!! Held að menn mundu þá hugsa sig 2x um...!!

Gudda (IP-tala skráð) 9.11.2006 kl. 15:30

2 Smámynd: Elín Frímannsdóttir

Vonandi! Ég myndi allavega ekki vilja deyja fyrir smá bút af hassi! :S

Elín Frímannsdóttir, 9.11.2006 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

ÉÉÉÉG

Elín Frímannsdóttir
Elín Frímannsdóttir
Ég heiti Elín, yfirleitt kölluð Ella, en kemur fyrir að ég sé kölluð fokkfeis :) Ég á heima í Sandgerði, en stunda nám í Framhaldsskólanum á Laugum. Ég er 88 model. Ég á yndislegann kærasta sem heitir Helgi, hann er 86 model og er fæddur og uppalinn í Sandgerði.

Spurt er

Hvort er það ?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband