Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
Laugardagur, 30. desember 2006
Áramótin...
Áramótin eru á morgun. Þá taka íslendingar sig til og detta í´ða. Það er töff. En ég er þekkt fyrir það að hafa gaman af því að blanda góða drykki og alls kyns dúllerí í kringum það. Hjá mér verður aðal drykkurinn Hot shot. Hef aldrei smakkað það, en þeir sem hafa smakkað það segja að þetta sé besta skot sem það hefur smakkað. Svo ég ætla að testa það. Það er Galliano, kaffi og þeyttur rjómi. Mmm can´t wait. En ég er með undirsíðu hérna til hliðar með allskyns áfengum kokteilblöndum og ég fann síðu á netinu sem sérhæfir sig í svona hlutum. Hún heitir thatsthespirit.com og þar er að finna 3000 blöndur og allt um áfengistegundirnar, hvað glösin heita og hvernig á að blanda drykki. Endilega tjékkið á þessari síðu.
En ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og farið varlega á morgun. heha!
Þetta verð ég að drekka á morgun. Akkurat svona, meirasegja í svona glasi..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 29. desember 2006
jólin búin..
Þá eru jólin búin, eða svona næstum því. Ég fékk fullt af flottum jólapökkum en ég fékk meðal annars náttslopp úr La senza, sparkz peysu, kjól, 10þús kall, 2 aðrar peysur, naglasnyrtisett, green tee honey drops body lotion. Átti reyndar alveg helling af því eftir, en alltaf gott að fá meira af því. Ég fékk líka spongebob squarepants sokka, bol og hálsmen uuu held að það hafi ekki verið.. en ég er meira en sátt með þetta.. Alltaf gaman að fá föt í jólagjöf.
Jólaboðið var haldið á mömmu ætt. Alltaf fjör í þeim. Reyndar var aðeins meira fjör núna þetta árið, en ég ætla ekki að fara nánar í það..
Áramótin eru eftir.. hlakka til :D Ég og mamma fórum í Rvk í gær í ríkið og keyptum m.a. Galliano flösku, er að fara smakka það í fyrst skipti. Man alltaf eftir þessu frá því ég var yngir, mamma og pabbi voru alltaf að drekka þetta með vinum sínum. Þú setur fyrst kaffi, síðan galliano, eða öfugt, síðan rjóma og svo súkkulaði og þetta er víst himneskt. can´t wait.
Ég er að fara passa bestu börn í heimi í kvöld. Er búin að hlakka til í 2 vikur núna. hehe. Er að fara passa Hildi Helmu og Söru mist, litlu frænkur hans Helga. Ég reyndar skipti á bleyju um daginn í fyrsta skiptið, en það var ekki alvarleg bleyja, svo ég vona að það verði ekkert svoleiðis í kvöld. Mamma verður til taks ef ég þarf hjálp. hehe
En ég hef ekkert betra að segja frá, þetta er glatað blogg. Blogga betur seinna. En ég ætla að leggjast í þunglyndi þar til kl 8. Það eru 7 dagar þar til Helgi fer!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 23. desember 2006
Fátækt eða ekki fátækt.
Mamma var að segja mér sögu sem bróðir minn sagði henni. Hann var að hlusta á Bylgjuna og þá kom saga af einstæðri móður sem var að versla í Bónus með 6 ára syni sínum. Hún átti 3 ávísanir og hver þeirra var uppá 5000kr frá Bónus. Hún fór að versla og eins og gerist með jólunum þá bruðlar maður pínu, kaupir smá konfekt og svona en það gerist þegar hún kemur á kassann og búið er að renna öllu í gegn þá kostar þetta um 20.þúsund, og hún hafði ekki fyrir þessu, hún var bara með þessar 15þús krónur. Hún fer þá að týna af borðinu svona það ónauðsynlegasta en samt þarf hún að borga rúmar 3000 kr uppá. Aumingja konan brestur í grát og litli strákurinn segir, "svona mamma, og bendir á hluti á borðinu, við þurfum ekki þetta, og þetta og þetta" og aumingja konan skammar sín rosalega fyrir það að eiga ekki fyrir matnum. En þá segja hjón sem voru fyrir aftan hana í búðinni að þau myndi bara borga mismuninn. Konan vissi ekki hvernig hún átti að þakka þeim svo hún skrifar rosalega fallega kveðju og biður þá á Bylgjunni að lesa hana upp, sem þeir gerðu.
Mikið vorkenni ég svona fólki, sem getur ekki gefið börnunum sínum það sem það vill. Ég ætla að vera eins og hjónin fyrir framan hana. Læra nógu mikið og fá góða vinnu til að geta hjálpa svona fólki.
En þegar mamma fór að segja mér þessa sögu fórum við að tala um mæðrastyrksnefnd og rauðakrossinn. Þessi félög eru að vinna mjög góð verk en það er til svo mikið að fólki sem fer t.d. í rauðakrossinn og fær sér föt, ókeypis náttúrulega, þó að það eigi alveg fullt af pening til að kaupa sér ný föt. Svo fer fólk líka í mæðrastyrksnefnd og fær sér 3 fulla poka af mat. Afhverju ekki bara að leyfa fólkinu sem þarf virkilega á því að halda að fá þessa hluti. Ekki dettur mér í hug að labba inn í rauðakross á fá mér nýjar buxur og nýja peysu af því ég á ekki pening, og mig vantar föt. Maður kaupir sér bara ekki föt þegar maður á ekki pening. Og ef maður á hann og vantar föt þá er fatabúðir útum allar trissur. Maður verður svo reiður á því að hugsa um svona fólk.
Ég veit að margir hugsa núna, já en það eru stundum svo flott föt sem hægt er að fá í Rauðakrossinum. Fátækir þurfa líka flott föt og það hægt að fara í Frúin í Hamborg, Spútnik eða hvað allar þessar búðir heita og kaupa sér gömul föt.
En ég held ég bloggi ekki meira fram að jólum, kem kannski með eins og eina færslu á jóladag og hendi inn hvað ég fékk i jólagjöf!
Gleðileg Jól allir saman!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 21. desember 2006
auglýsingin
hehehe auglýsingin var rétt í þessu í imbakassanum..
Nú mega jólin koma!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 21. desember 2006
kók auglýsing
Ég dýrka þessa auglýsingu. Afhverju notar coke hana ekki lengir? Hún er klassi. Það komast allir í fýling á því að horfa á hana! I love it! Enjoy people..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. desember 2006
Ég er hrærð!
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi Margréti Danadrottningu samúðarkveðju í dag vegna láts dansks sjómanns á varðskipinu Triton í gærmorgun.
Kveðjan er eftirfarandi:
Ég votta yðar hátign og dönsku þjóðinni einlæga samúð vegna hins sviplega fráfalls Jan Nordskov Larsen sjóliðsforingja sem drukknaði við björgunarstörf undan ströndum Íslands.
Hugur Íslendinga er með fjölskyldu hans og vinum og við biðjum yðar hátign að flytja þeim einlægar samúðarkveðjur.
Þetta sendi forsetinn okkar Danadrottningu. Mér finnst þetta alveg við hæfi og ég er stolt af honum :) Annars er þetta hræðilegt! Ég horfði á fréttirnar í gær og aumingja skipstjórinn á varðskipinu. Hann var gráti næst þegar hann var að tala um þetta. Skiljanlega samt. Þetta var hans skipun að fara að skipinu þótt að það væri engin hætta á ferðum. Ég var með kökk í hálsinum í allann gærdag. Þetta er ótrúlega sorglegt.
Ég hef ekkert verið að fara þarna að þessu, þó þetta sé nánast í bakgarðinum hjá mér. Óþarfi að vera að þvælast fyrir.
Pabbi er að fara um borð á eftir að koma fyrir einhverjum búnaði til að dæla olíunni. shitt. Ef olían fer í fjöruna drepst allt! Þetta er svo langt uppí fjöru að það verður ekkert fuglalíf þarna. Allt æðavarpið drepst og það verða engar kríur:( Stafnsnes er einmitt þekkt fyrir fjölbreytt fuglalíf. Maður vonar það besta.
Það er verið að tala um það að það sé ekki hægt að taka skiptið. Á það bara að vera þarna ? Flott skraut. Þá verður þetta eins og á Vopnafirði. það grefst bara oní sandinn og svo mööörgum árum seinna þá bara blúps hverfur það. Guð ég vona ekki. Ekki fallegt.
Eva kom til mín í gær, stoppaði bara stutt. Hún var að koma keyrandi frá Bakkó í gær og fer aftur í dag. Það var ýkt næs að hitta hana. Hlakka til eftir áramót. Þá hittumst við oft. Og svo flytur hún barasta með mér :D
Ég nenni ekki röfla meira. Þetta er illa skrifað hjá mér, nenni ekki laga. Þið verðið bara að láta þetta duga.
KOMMENT!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 15. desember 2006
Heitt blogg fyrir neðan!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 15. desember 2006
Ék vyl ekky hafa þesa útlendínga héddna afþvý að þeyr kuna ekky íslensgu.
Þá er ég komin í jólafrí. Mætti nú samt segja að ég væri búin að vera í jólafríi frá því í ágúst. Svona næstum því, fyrir utan það að ég fór í skólann 3 í viku í 2 klst í senn.
Ég er búin að ná öllum áföngunum sem ég tók í fjarnáminu, þá á eftir að koma í ljós hvort ég hafi náð þeim áföngu sem ég var í kvöldskólanum. Stærðfræði, Saga og Þýska. Ég er ekkert ofboðslega bjatsýn á það, en maður vonar það besta.
Í gærkvöldi fór ég í seinasta prófið. Þýsku. Ég var hérna heim allann daginn að læra og læra og titra af stressi. Vá! hef aldrei verið svona stressuð. En svo koma það bara að lokum að ég vissi miklu meira en ég hélt. Held ég. Þetta á allt eftir að koma í ljós, ætla ekki að vera að koma með einhverjar væntingar og verða svo vonsvikin. Reyndar verð ég vonsvikin ef ég fell. Mjög vonsvikin.
En umræðan í þjóðfélaginu upp á síðkastið eru útlendingarnir. Að það sé svo pirrandi að hafa þá hérna því þeir kunna ekki íslensku. En erum við e-ð skárri sjálf? Það held ég ekki. Við slettum ofboðslega mikið. Breytum orðum eins og það hentar okkur og kunnum ekki þessar helstu reglur, y regluna, ng og nk regluna nn og n regluna o.fl.
Ástæða þess að ég tala um þetta núna er sú að ég sá auglýsingu í sjónvarpinu um daginn frá Kaupfélaginu, þar kom stórum stöfum á skjáinn DÁLDIÐ flottir skó. HA? Dáldið er ekki til. Ég er alveg viss um að ef þú flettir því upp í orðabók þá finnur þú ekki þetta orð, og ef þú finnur það, þá merkir það pottþétt ekki það sem höfundur þessarar auglýsingar var að meina.
Dáldið = Dálítið.
Ék vyl ekky hafa þesa útlendínga héddna afþvý að þeyr kuna ekky íslensgu.
Asnar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. desember 2006
Brimið ?
Nú er ég aldreilis hlessa! hehe
Ég er búin að búa hérna í Gerðinni í 1 ár og 9 mánuði. Þokkalega langur tími. Glugginn minn snýr til hafs. Flugstöð Leifs Eiríkssonar í grend, og höfnin ekkert svo langt frá.
Alltaf þegar ég er að fara sofa heyri ég e-ð hljóð. Búin að pæla í þessu í næstum 1 ár og 9 mánuði. Svo á sunnudagskvöldið, láum ég og Helgi hérna uppí rúmi, komin í stellingar (ekki svoleiðis stellingir dóninn þinn) og ætluðum að fara sofa. Ég var oðin nett pirruð á þessum óhljóðum utanfrá, að ég spurði. Hvaða hljóð er þetta úti? Svarið var Brimið. Þegar ég var búin að vita hvað olli þessu hugarangri mínu sofnaði ég værum blundi.
Afhverju datt mér ekki í hug að spyrja fyrr í staðin fyrir að láta þetta veltast um í hausnum á mér í 1 ár og 9 mánuði.
Jidúddamía
Ég og mamma vorum í Keflavík áðan. Jólin eru að koma, og fólk búið að setja upp jólaskreytingar úti sem inni. Við sáum eina skreytingu og þá sá ég med de samme að sá einstaklingur sem á heima þarna, og hengdi þessa skreytingu upp er nöttkeis! Það var búið að setja textann JESÚS LIFIR utan á húsið með slönguljósi.
Eins og ég sagði. Nöttkeis!
Næstseinasta prófið er á morgun. Landafræði. Klukkan er tíumínótur í 11 og ég ákvað að leggja bókina á borðið og hætta að læra. Sjá bara til hvernig mig gengur! Von vel. Þó ég sé ekki svo bjartsýn á þetta..
Eða allt hitt. Náði þó sögu303. Sem betur fer. Ekki séns að ég reyni í það helvíti aftur. Djöfull leiðinlegur áfangi. Held að hann sé í kjarna.
Ef áhveðið að hafa þetta ekki lengra.
Fólk mætti vera duglegra að kommenta..
Google er ótrúleg uppfinning. Ég fann jólaskreytingardisasterið!
Segið mér ykkar skoðun á þessu. Er þetta ekki nöttkeis?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 7. desember 2006
My look a like
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Spurt er
Tenglar
BloggRúnturinn
- Andrea Alltaf ljúf
- Anna Björt Kúrí Hún er the kúrí
- Lalli Sérstakur drengur -- mjög spes
- Hjalti If you need a hug - go to Hjalti
- FERÐABLOGG Helga og Binna Fallegustu túristarnir
- Ásdís og Silja flipparar Algjörir flipparar
- Bolli bjútí Hann átti að vinna Herra Ísland ..
- Rán Hún er skrítin .. híhí
- Siggi Fannar Siggi Fannar
- Sædís Sædís sæta
- Ölli Hann er klikkaður
- Arna Benný Arna Benný sæta
- Friddi beib Friddi beibí
- Nína og Sigrún Pakkinn
- Karen Helga Karen Helga mín
- Tinna www.tinnastefans.bloggar.is
- Fanney Fanney mín
#3
Myndir frá Laugum
#2
Gamlar myndir frá í fyrra
#1
Fleiri hundruð myndir af mér og mínu krúi!!
Thatsthespirit!
Allt um áfengi og drykki! + 3000 uppskriftir
- Allt um áfengi Allt um áfengi og drykki! + 3000 uppskriftir
Eldri færslur
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar