Býr Íslendingur hér?

Ég er í sögu303 og ég átti að velja mér eina kjörbók úr bunka af bókum. Ég valdi þá bók sem var styðst. Auðvitað. En það er eins og ég hafi verið slegin með úldnu ýsuflaki. Ég er svo sjokkeruð og er alltaf að hugsa um þessa bók. Hún hefur breytt hugsunarhætti mínum.

Bókin fræga heitir Býr Íslendingur hér? Minningar Leifs Muller, og er um eins og nafnið gefur til kynna um mann að nafni Leifur. Hann fæddist í Reykjavík árið 1920. Foreldrar þessa manns voru norskir. Faðir hans kynnti okkur íslendingunum fyrir skíðaíþróttinni og stofnaði m.a. Skíðafélag Reykjavíkur sem byggði síðar skíðaskálann í Hveradölum. 

Þegar Leifur var búinn með gagnfræðiskólann fór hann út til Noregs í nám. Þar var hann handtekinn í byrjun stríðsáranna, nánar tiltekið þegar Nasistar hertóku Noreg. Hann fór fyrst í fangelsi að Möllergaten og var þar í um 6 mánuði. Þar var hann í 7 fermetra klefa með nokkrum öðrum mönnum, og fannst honum þetta mesta helvíti. En seinna meir fannst honum fangelsið að Möllergaten himnaríki. Eftir nokkra mánaða dvöl þar, var hann fluttur að Grini, sem er einnig í Noregi að minni bestu vitund. Þar var hann í nokkra mánuði, og þegar hann hélt að hann væri laus, þá var að sendu til Sachsenhausen. Illræmdustu fangabúða Nasista í Þýskalandi. Maður var búinn að heyra af því að þetta hafi verið mjög slæmt. En aldrei datt mér það í hug að mannskepnan gæti verið svo nálægt því að vera illræmt villidýr. Aldrei. 

Lýsingarnar í bókinni eru mjög góðar og náði maður að ímynda sér hvernig þetta var. En auðvitað ímyndar maður sér þetta aðeins skárra heldur þetta var í raun og veru.

Þarna voru fleiri þúsund fangar, það sváfu tveir og hálfur maður í einu rúmi. Yfirleitt berir vegna hitans í bragganum. Rúmfötin sem þeir sváfu með höfðu aldrei verið þvegin. Fötin sem þeir gengur í höfðu aldrei verið þvegin. Þvílík sjúkdóma hætta sem var þarna á ferð. Aumingja fólkið. 

Ef fólkið veiktist þá var því bara hent inní sjúkrabragga og vonast til þess að það náði bata sem fyrst svo það gæti farið að vinna. Leifur veiktist nokkrum sinnum, og eitt sinn þá veiktist hann svo illa að hann fékk auðveldara starf en felstir. Hann fékk að vinna í sjúkrabröggunum.

Hann minnist á mann í bókinni sem var honum alltaf minnisstæður.

"Það var maður á miðjum aldri, mjög horaður og nær tannlaus, sem hafði legið í nær þrjár vikur án þess að nokkur skipti sér af honum. Loksins, þegar lyktin af honum var oriðin óbærileg, var hann sendur yfir til okkar. Þá var of seint að bjarga honum. Allur sitjandinn var oriðinn að einni leðju og húðiin í kring ljósgræn á lit eins og mosi. Það var útilokað að sjá að þetta hefði nokkrun tíma verið hold á manni. Við gátum ekkert gert. Maðurinn var að rotna lifandi. Lyktin af honum var einhver sú versta sem ég hef nokkru sinni fundið. Þessi vesalingur var svo máttgarinn að hann gat ekki lengur matast hjálparlaust. Ég mataði hann og reyndi að láta hann ekki sjá hve hræðileg mér þótti lyktin. Það átakanlegasta var að maðurinn virtist gera sér fulla grein fyrir því að þarna lá hann í sínum eigin líkamsleifum og ekkert var hægt að gera nema bíða - bíða efitr því að hann héldi áfram að rotna. Að morgni fjórða dags var hann orðinn kaldur."

Starfið sem Leifur var í - í sjúkrabragganum var að keyra líkamsleifum félaga sinna niður í líkbrennslu á sérstökum líkbörum. Þar voru allar verðmætar tennur dregnar úr þeim, svo sem tennur með silfur, gull eða hvers kyns fyllingum.

Í lok bókarinnar þá fer hann að segja frá því að fólk sé að segja að það sé rangt að leita uppi gömlu nasistana og láta þá standa reikningsskap gjörða sinna. Því þetta séu gamlir menn og eigi ekki lengur að gjalda gömlu áranna.  Hann nennir ekki hugsa um eitthvað svona, hann vonaði aðeins að þessi menn yrðu ekki á vegum sínum framar.

En hann segir þó:

"Þó vil ég leyfa mér að benda á að við sem vorum þrælar þessara manna erum líka orðin gamlir menn en höldum samt áfram að djalda fyrir gömlu góðu árin þeirra Sjálfur kynntist ég líka föngum, ungum mönnum og unglingum, sem aldrei urðu gamlir menn. Þegar var búið að brjóta þá alveg niður þurfti ég að aka þeim síðasta spölinn í líkkerrunni. Eins og við öll áttu þessir piltar sér framtíðardrauma og vru nú á milli sextugs og stjötugs ef nasistarnir hefðu ekki náð sínu fram." 

Aumingja maðurinn!!

Bókinni líkur með þessum orðum:

"Þó að ég sé sjálfur nokkuð sáttu og beri ekki hefndarhug til gömlu nasistanna mun ég aldrei fyrirgefa þeim. Aldrei nokkurntíman. Þegar ég lít til baka er svo margt sem ég mun aldrei gleyma og aldrei fyrirgefa. Ég mun aldrei gleyma hungrinu og kuldanum, ofbeldinu og kvalaópunum, sjúkdómunum og skítnum, líkunum og brælunni ur bálstofunni. Ég mun aldrei gleyma Englendingunum í hegningardeildinni, Ívan litla og Óskari Vilhjálmssynim Lettanum og gamla manninum sem gat ekki gengið í takt. Og aldrei mun ég gleyma ungu drengjunum sem féllu þarna í valinn, einir og yfirgefnir - sviptir tú á miskunn Guðs og manna" 

Leifur lést sama ár og bókin var gefin út þann 24.ágúst 1988, 67 ára að aldri. Seinasta árið barðist hann við krabbamein.

Hvernig er hægt að leggja allt þetta á einn mann! Hann var með sjúkdóma og fleiri kvilla alla tíð frá því hann koma heim.

Sachsenhausen er opið fyrir almenning, nákvæmlega eins og það var. Þjóðverjar ákáðu á hlífa engu.

Hér fylgja nokkrar myndir..

SachsenhausenLíkkerra. Eins og Leifur notaði við vinnu sína í sjúkrabragganum

 sachsenhausen fangar

 

 

 

 

 

 

Ég legg til að ALLIR lesi þessa bók. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er í 9. bekk og á að gera ritgerð um fangabúðir nasista í seinni heimstyrjöldinni, ég er að lesa þessa bók og vá hvað ég varirkilega hissa, ég hélt að þetta væri þessi típíska lærdómsbók en svo þegar ég byrjaði að lesa hana (hún byrjr frekar leiðinlega) þá gat ég ekki hætt þegar ég var kominn á þann tíma sem hann var í fangabúðunum á Möllergaten 19, að búa með kömlum köllum og þurfa að drulla og míga í sömu fötur og þeir!

Ég er núna að byrja að lesa þar sem hann fer í útrímingarbúðirnar í Grini.

Litli Tittur (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

ÉÉÉÉG

Elín Frímannsdóttir
Elín Frímannsdóttir
Ég heiti Elín, yfirleitt kölluð Ella, en kemur fyrir að ég sé kölluð fokkfeis :) Ég á heima í Sandgerði, en stunda nám í Framhaldsskólanum á Laugum. Ég er 88 model. Ég á yndislegann kærasta sem heitir Helgi, hann er 86 model og er fæddur og uppalinn í Sandgerði.

Spurt er

Hvort er það ?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband