24 daga til jóla :O

Sjæsen! Mér finnst ég svo ýkt ný búin að kaupa kaffikönnuna sem ég gaf mömmu og pabba í jólagjöf í fyrra að mér finnst eins og það hafi verið í dag! Ný búin að veltast um í heilan mánuð og hugsa og hugsa hvað ég á að gefa Helga í jólagjöf og sömuleiðis hvað mig langar í, í jólagjöf. Sjæsen!

Núna þessa viku er ég búin að vera á fullu að hlusta á jólalög. Hvernig stendur á því, að lang flest jólalögin segi að jólin séu í kvöld? Það er ekki eins og við íslendingar hlustum bara á jólalög á aðfangadag. Ef sumir mættu ráða þá væri þessi lög í útvarpinu allt árið um kring, nema þá væru þetta ekki jólalög. Bara e-ð annað. Leiðinleg lög.

Desember gekk í garð í dag, ásamt sínu fasta fylgiliði. Stressi, seríum, jólakökulykt og ajaxlykt. Mmmmmm. Svo gaman. Ég sjálf, var stressuð í dag því ég ætlaði að gera svo mikið í dag, ég setti seríu á hríslurnar hennar mömmu, sem hún var svo dugleg að gróðursetja hérna í sumar í 15 m/sek og rigningu, ég bakaði og þreif líka! hah. Ég er jólameistari. Náði þessu öllu í dag. 

Ég er ein heima. Og nei það verður ekki partý. Þó mig langi óótrúlega mikið að hafa partý, sem ég btw má, því mamma sagði við mig fyrir nokkrum vikum síðan að ég mætti alveg bjóða nokkrum vinum hingað heim á meðan þau væru úti. Næs. En Guðrún í sjoppunni kom og spurði mig hvort ég vildi ekki koma og vinna á laugardagskvöldið frá 8-11 og á sunnudaginn frá 10-14. Og auðvitað sagði ég já. Svo ég geti nú gefið fallega jólapakka í ár. Því ég á 12 þúsund krónur í péningum og ég á eftir að kaupa jólapakka handa mömmu og pabba, Helga, Guðna og Iðunni og KAREN HELGU! (ekki segja nei karen helga, mig laangar að gefa þér! þú átt það svo ofboðslega mikið skilið) Svo ég þarf á þessum pening að halda.

En frjáls framlög eru vel þegin inná reikning í Sparisjóð Þórshafnar og Nágrennis.

Reikningsnúmer 1129-26-060145

Með fyrirfram þökk. 

Elín Blanka Frímannsdóttir & Gleiðileg Jól. hahh!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

MAður segir EKKI gleðileg jól 1. DES.. það er BANNAÐ !

Þegar 20. des nálgast þá er það orðið í lagi... ;)

Karen Helga (IP-tala skráð) 2.12.2006 kl. 17:11

2 Smámynd: Elín Frímannsdóttir

hehehehehehehehehe Gleðileg jól dúlli dúll

Elín Frímannsdóttir, 3.12.2006 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

ÉÉÉÉG

Elín Frímannsdóttir
Elín Frímannsdóttir
Ég heiti Elín, yfirleitt kölluð Ella, en kemur fyrir að ég sé kölluð fokkfeis :) Ég á heima í Sandgerði, en stunda nám í Framhaldsskólanum á Laugum. Ég er 88 model. Ég á yndislegann kærasta sem heitir Helgi, hann er 86 model og er fæddur og uppalinn í Sandgerði.

Spurt er

Hvort er það ?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband