Fátækt eða ekki fátækt.

Mamma var að segja mér sögu sem bróðir minn sagði henni. Hann var að hlusta á Bylgjuna og þá kom saga af einstæðri móður sem var að versla í Bónus með 6 ára syni sínum. Hún átti 3 ávísanir og hver þeirra var uppá 5000kr frá Bónus. Hún fór að versla og eins og gerist með jólunum þá bruðlar maður pínu, kaupir smá konfekt og svona en það gerist þegar hún kemur á kassann og búið er að renna öllu í gegn þá kostar þetta um 20.þúsund, og hún hafði ekki fyrir þessu, hún var bara með þessar 15þús krónur. Hún fer þá að týna af borðinu svona það ónauðsynlegasta en samt þarf hún að borga rúmar 3000 kr uppá. Aumingja konan brestur í grát og litli strákurinn segir, "svona mamma, og bendir á hluti á borðinu, við þurfum ekki þetta, og þetta og þetta" og aumingja konan skammar sín rosalega fyrir það að eiga ekki fyrir matnum. En þá segja hjón sem voru fyrir aftan hana í búðinni að þau myndi bara borga mismuninn. Konan vissi ekki hvernig hún átti að þakka þeim svo hún skrifar rosalega fallega kveðju og biður þá á Bylgjunni að lesa hana upp, sem þeir gerðu. 

Mikið vorkenni ég svona fólki, sem getur ekki gefið börnunum sínum það sem það vill. Ég ætla að vera eins og hjónin fyrir framan hana. Læra nógu mikið og fá góða vinnu til að geta hjálpa svona fólki.

En þegar mamma fór að segja mér þessa sögu fórum við að tala um mæðrastyrksnefnd og rauðakrossinn. Þessi félög eru að vinna mjög góð verk en það er til svo mikið að fólki sem fer t.d. í rauðakrossinn og fær sér föt, ókeypis náttúrulega, þó að það eigi alveg fullt af pening til að kaupa sér ný föt. Svo fer fólk líka í mæðrastyrksnefnd og fær sér 3 fulla poka af mat. Afhverju ekki bara að leyfa fólkinu sem þarf virkilega á því að halda að fá þessa hluti. Ekki dettur mér í hug að labba inn í rauðakross á fá mér nýjar buxur og nýja peysu af því ég á ekki pening, og mig vantar föt. Maður kaupir sér bara ekki föt þegar maður á ekki pening. Og ef maður á hann og vantar  föt þá er fatabúðir útum allar trissur. Maður verður svo reiður á því að hugsa um svona fólk.

Ég veit að margir hugsa núna, já en það eru stundum svo flott föt sem hægt er að fá í Rauðakrossinum. Fátækir þurfa líka flott föt og það hægt að fara í Frúin í Hamborg, Spútnik eða hvað allar þessar búðir heita og kaupa sér gömul föt. 

En ég held ég bloggi ekki meira fram að jólum, kem kannski með eins og eina færslu á jóladag og hendi inn hvað ég fékk i jólagjöf!

Gleðileg Jól allir saman! 

 

 

jóli

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þegar ég var lítill þá upplifði ég sama hlut og þessi strákur í búðinni. Og það var enga hjálp að fá. Ég flutti frá íslandi og bý núna í Svíþjóð, hef það gott og flyt aldrei "heim" aftur. Mamma býr í Danmörku, hefur það gott og flytur ábyggilega aldrei "heim" heldur... 

GLEÐILEG JÓL

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.12.2006 kl. 17:17

2 Smámynd: Elín Frímannsdóttir

já ef fólk hefur það betra þarna úti held ég að það sé betra fyrir fólk að fara bara. Það er svo anskoti dýrt hérna á fróni að ég ljái þér ekki fyrir það að vilja ekki koma.. Gleðileg Jól sömuleiðis :)

Elín Frímannsdóttir, 23.12.2006 kl. 22:13

3 identicon

Gleðileg Jól Ella mín, sjáumst svo eftir áramót:)

Tinna (IP-tala skráð) 26.12.2006 kl. 22:15

4 identicon

æjii, mig langar að fá að vita hvað þetta góða fólk heitir og senda þeim kveðju, svona gott fólk er mjög sjaldséð á okkar litla Íslandi !=/

KarenHelga (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

ÉÉÉÉG

Elín Frímannsdóttir
Elín Frímannsdóttir
Ég heiti Elín, yfirleitt kölluð Ella, en kemur fyrir að ég sé kölluð fokkfeis :) Ég á heima í Sandgerði, en stunda nám í Framhaldsskólanum á Laugum. Ég er 88 model. Ég á yndislegann kærasta sem heitir Helgi, hann er 86 model og er fæddur og uppalinn í Sandgerði.

Spurt er

Hvort er það ?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband