Þorrablót á Ríben!


Djöfulsins snilld. Blótið var frábært..

Við lögðum af stað um hálf 1. Fórum á Húsavík, og fyrstu vonbrigði ferðarinn voru að RÍKIÐ VAR LOKAÐ! Ég þurfti ekki meira áfengi, en við héldum að Siggði þyrfti meira, en annað kom á daginn.

Við fórum í Kaskó og við keyptum okkur mat, pastað hans Sigga lak og var vont. Það voru ákveðin vonbrigði.

Maður er í 2 tíma að keyra á Raufarhöfn héðan. Og ég sver það, við héldum að þetta væri endalaust. Melrakkasléttan er ömurleg, bara beinn og breiður vegur, en nei, síðan kemur allt í einu brjáluð beygja, og svo önnur, og önnur. Krakkarnir voru næstum búnir að míga á sig af hræðslu nokkrum sinnum á leiðinni.

En á leiðinni leið okkur í einhverri Amerískri bíómynd, fyrir utan snjóinn og hálkuna, Við vorum hjá Ásbyrgi þegar Fanney spyr hvort við gætum stoppað til að pissa, jebb við gerum það. er ekki til BJÓR í sjoppunni. Það má ekki taka hann með sér ef maður kaupir hann á svona stað, en hann leyfði okkur það kallinn, en þetta voru afgangar síðan í SUMAR. Segir manni hversu margar fyllibyttur eru á ferð í Ásbyrgi á veturnar. Tappinn á flöskunum var meirasegja ryðgaður. Shocking Þetta bjargaði ferðinni, allavega fyrir Sigga, en hann hafði samt ekkert gott af þessum bjórum.

Það var þvílíkt fyndið þegar við fórum framhjá Kópaskeri. Þetta er svona týpískt skítapleis. Ég veit ég bjó á Bakkafirði, en einhvernvegin er það skárra en Kópasker. Ekki mikluskárra, en samt skárra.

Þegar við komum á Ríben þá fórum við í Verslunnina Urð. (hún heitir með tveim N-um) Við byrjuðum strax í okkur, um hálf 5. Ég slakaði síðan á, ég er soddan hænuhaus. En sumir voru ekkert að slaka á.

Það voru allir orðnir blind fullir fyrir 8. Ballið byrjaði 12, þannig að þið getið ímyndað ykkur hvernig fólk var á ballinu. Ég veit allavega hvernig ég var, og það var ekki gott ástand.

Bíllinn hans Sigga er snilld. Hann er eins og Herbie. Með sjálfstæða hugsun. Hanskahólfið ræðst á Fanney, hann drepur á sér ef maður ýtir ekki á bensíngjöfina. Algjör snilld.

Það var svo ótrúlega mikið sem gerðist, og á köflum létum við eins og 4 ára. Það var líka svo ótrúlega fyndið.. 

En toppurinn á kvöldinu var þegar Siggi drapst inná klósetti. Vaknaði síðan, fór inn, ég spurði hann hvort við ættum að fara að æla og hann tók þvílíkt vel í það og hljóp inná klósett, og ældi á bindið sitt. Ef sjaldan hlegið jafn mikið...

eða ju, reyndar, þegar Jói sat í útilegustól og armurinn brotnaði og hann var ýkt hissa, og síðan eftir svona 5 sekúndur þá pompaði stólinn niður. Þetta var svo ógeðslega fyndið. Hann gerði ekki neitt, sat bara og sötraði..

En ég er mikið að spá í því að fara í sturtu og þvo skítinn af mér, og fara svo bara að sofa..

Endilega komið með komment krakkar mínir..

Myndir af þorrablótinu - Myndir af þorrablótinu - Myndir af þorrablótinu - Myndir af þorrablótinu -

þorrablót á Ríben 27.jan 047

þorrablót á Ríben 27.jan 056

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahah já þetta var geggjað gaman...og jói á stólnum var held ég alveg toppurinn hehehe...

fannzla (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 20:36

2 Smámynd: Ólafur fannberg

geggjað

Ólafur fannberg, 28.1.2007 kl. 22:24

3 identicon

ohh, vil ekki heyra af þér skemmta þér án mín ! heheh En ég er bara búin að vera edrú síðan á gamlárs, ógó gaman hja mer, og ég er ekki einu sinni viss hvort ég nenni að drekka næstu helgi, til hvers að fagna sjálfstæði míns þegar Ellan mín er ekki til staðar til að fagna með mér :'/

Þöngulhaus !

Karen Helga (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 13:37

4 identicon

Hæ Ella skvísa,,mikið agalega er rólegt herna á klapparstígnum eftir að þú fórst norður það er nefnilega enginn að RÍFA kjaft herna núna,,Kær Kveðja Kalli Grétar hinn ánægðasti

Kalli Grétar (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 15:54

5 Smámynd: Elín Frímannsdóttir

hahahahaha djöfull hló ég þegar ég sá komment frá KALLA GRÉTARI! Karen Helga, hefurðu enga stjórn á pabba þínum? Alltaf sami kjafturinn á honum!

En þú ferð víst að djamma næstu helgi.. ekkert múður.  Hættu þessu rugli og dett´íða 

Elín Frímannsdóttir, 29.1.2007 kl. 16:56

6 identicon

hæ ástin, takk fyrir geggjað blót...öss myndirnar;)

Tinna (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 22:56

7 identicon

OK, bara fyrir þig þá.. ! hhahaha neinei er nú bara að grínast ;) ég fer og dett rækilega í það :)

Karen Helga (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 19:50

8 Smámynd: Elín Frímannsdóttir

auðvitað karen helga mín!!

Já takk sömuleiðis Tinna fyrir geggjað blót, og þetta er SNILLDAR myndir 

Elín Frímannsdóttir, 31.1.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

ÉÉÉÉG

Elín Frímannsdóttir
Elín Frímannsdóttir
Ég heiti Elín, yfirleitt kölluð Ella, en kemur fyrir að ég sé kölluð fokkfeis :) Ég á heima í Sandgerði, en stunda nám í Framhaldsskólanum á Laugum. Ég er 88 model. Ég á yndislegann kærasta sem heitir Helgi, hann er 86 model og er fæddur og uppalinn í Sandgerði.

Spurt er

Hvort er það ?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband