Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
loksins - loksins
Það var mikið að ég drattaðist til að blogga. blog.is er búið að vera með einhverja stæla við mig síðan í gær. Ég ætlaði að blogga í gær, en bara komst ekki inná. Ég lofa
Um helgina var löng held, þ.e. við fengum frí í tvo daga frá skóla og allir skelltu sér heim, eða e-ð annað. Ég fór heim og hafði það mjög gott.
Ég kom á föstudaginn í Rvk með flúvél. Karen H sótti mig á völlinn og við vorum bara saman alveg alla föstudaginn nánast. Þegar ég kom heim blasti við mér Land Cruiser í hlaðinu. Mamma og pabbi voru s.s. að fjárfesta í nýjum bíl og má segja að ég hafi bara verið á rúntinum alla helgina.
Þetta er gjééðveikur bíll. Ljóst leður og hann er svo hlaðinn aukabúnaði að það er ekki hægt að finna fleiri til að setja í hann. Ég er ástfangin af honum, og það er svoooo gott að keyra hann.
Á laugardaginn var ég bara að dútla mér heima. Fór til tengdó og e-ð. Síðan um kvöldið bauð ég Karen Helgu í mat og drakk ALLT hvítvínið sjálf því henni fannst það ekki gott. Djöfull, og má segja að ég hafi verið skrautleg allt kvöldið, fram að 2 ca. þá var ég ekkert skrautleg, heldur sofandi. Brilleraði samt sem áður í Trivial. Gat svaraði nokkrum spurningum réttum, þó þær voru ekki ætlaðar mér, réttum þó ég lægi á borðinu slefandi. Nokkuð góður árangur
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag gerði ég ekkert frásögufærandi nema fór í klippingu á mánudaginn. Það er bara líka ekkert gaman að lesa blogg þar sem maður rekur ævisögu sína, þannig að ég ætla ekki að tala meira um þeta frí.
Í gær var öskudagur og margir skelltu sér í gervi, þar á meðal ég og ég var kúreki. Mjög gaman.
Ætla að láta nokkrar myndir fylgja bara og læt þær segja ykkur hvað var gaman í gær :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 13. febrúar 2007
Á Maður ekki að henda inn eins og svona einu..?
Það held ég nú. Ég hef akkurat ekkert að blogga um. En í lagi að koma með eins og eitt, bara til að láta vita af mér.
Helgin hjá mér var ekkert svo róleg eins og ég ætlaði mér að hafa hana. Það var sullað bæði kvöldin í alkahóli. Það er í góðu lagi ..hehe, nema á laugardaginn kom Jóe Gunn leynilögregla og ætlaði að bóka mig, bara fyrir það eitt að það væri bjórlykt af mér. Auðvitað. Ég drekk aldrei bjór, en ákvað að fá mér þarna þetta eina kvöld, viti menn, Joe Gunn fann lykt! En ég var samt ekki bókuð.. haah! Viddi varð líka brjálaður við Joe Gunn því ég var ekkert full, en Jói lögga var ekkert sáttur, en ég aftur á móti,
Mjög sátt!
Langa helgin er um helgina. Mikið verður gott að komast heim, en samt langar mig að vera hérna. En mig hlakkar mest í geimi að hitta Karen Helgu. I looove her :* Ég ætla að djamma báða dagana og dansa og dansa og dansa. Er ekki búin að gera það síðan um áramótin!
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra, ætla uppá bókó að læra.
- Ef einhver á Despó þátt nr 2 í 3 seríu vinsamlegast gefið ykkur fram. Hann heitir = It takes two!
Elskurnar mínar! Helgi og Karen Helga!
Sætustu frændsystkinin!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Aksjón heima!
Það er ekkert annað! Aldrei hef ég heyrt að það hafi verið framið rán heima fyrr en núna. Maður er bara hálf hissa. hehe . Vonandi slasaðist enginn og enginn varanlegur skaði hafi verið hjá greyið stelpunni sem var að vinna! :)
Ekkert plan er um helgina, en Johnny er að fara halda uppá afmælið sitt á Ak og eru margir að fara í það held ég. Ég nenni hinsvegar eiginlega ekki að djamma. Langa helgin á næsta leiti og ég ætla að spara, bæði mig og peningana mína
Í dag verður óvissuferð. Kennararnir ákváðu að gera e-ð skemmtilegt til að hressa uppá mannskapinn hérna í Laugaskóla. Engin vanþörf á því enda eru 8 skólafélagar og vistarbúar farnir á einu bretti, dálítið mikill pakki í 100 manna skóla. En einhver reiknaði það út að það eru samtals 14 farnir eftir áramót, bæði sem er búið að vísa úr skólanum vegna mætingar og punktafjölda og svo eru örfáir sem hafa hætt sjálfviljugir. Hef verið hér í 3 annir áður og aldrei vitað um svona marga sem hafa farið eftir 1 mánuð.
Ekkert er að frétta af mér. Ég er bara alltaf í skólanum og reyndar orðin djöfull aktív í íþróttahúsinu. Þarf að mæta þangað 5 sinnum í viku. Ég bætti við mig Yoga. Fór í fyrsta tímann á miðvikudaginn og ég er með strengi á stöðum sem ég hefði aldrei giskað á að ég fengi strengi á. Alveg ótrúlegt!
Gleðilega helgi...
og já .. Mig langar í komment...
Gripdeild í verslun í Sandgerði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Færsla fjarlægð
mamma bað mig um að fjarlægja seinustu færslu útaf öllu sem er að ganga á hérna, hún verður birt um leið og fjölmiðlar hætta að skoða bloggsíður nemenda Framhaldsskólans á Laugum.
Ég var ekki að blogga um liðna atburði aðeins mín einkamál og birti óviðeigandi myndir með færslunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Kýpur again
Fanney var búin að ljúga mig stút fulla um að við værum á leið á Limassol á hótel sem heitir Navarra. Það er bara bull. Við verðum á Ayia Napa og á Hoteli sem heitir Nestor Hotel. Verð að segja að mér líst enþá betur á þetta núna. Þetta er borið saman við Ibiza, það er svo mikið djamm þarna.
Ég og Tinna vorum að taka smá kast áðan og fundum út að maður má vera 18 til að kaupa áfengi og fara inná staðina. Bjór á bar kostar 300 kall, kokteilar og blöndur kosta 600 kall. En það eru kýpversk pund þarna og eitt svoleiðis er 153 ísl.
Við vorum líka að lesa svona ráð, hvað maður á að gera og hvað ekki. Maður á alls ekki að neyta fíkniefna, þá fer maður bara í fangelsi, svo þið sem voruð búin að ákveða eða nota e-ð dóp drasl, i don´t think so. Ég ætla allavega ekki að borga tryggingargjaldið :) sry guys.
Mig langar að leigja Jet ski. Ég mun aldrei gleyma jet skiinu sem Sveina og Kevin eiga og ég elska jet ski eftir það, þrátt fyrir að ég hafi flogið af og haldið að hákarlar væru að koma borða mig, þá er þetta eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert, og ég var orðin djöfull klár, farin að stökkva og læti.
En á hótelinu er hægt að fara í gymmið, nudd, gufu, tennis og fullt af drasli sem maður notar ekki ..hehe, en ég ætla pottó í nudd og pedicure og medicure.. i like..
Þetta verður magnað. Djamm, Djamm, Djamm.
Í dag eru 116 dagar í að við förum út.
S.s. það sem ég hlakka mest í geiminum í lifi mínu þessa stundina er að fá Helga minn heim og kúra hjá honum og faðma hann að mér og í öðru sæti er KÝPUR!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Spurt er
Tenglar
BloggRúnturinn
- Andrea Alltaf ljúf
- Anna Björt Kúrí Hún er the kúrí
- Lalli Sérstakur drengur -- mjög spes
- Hjalti If you need a hug - go to Hjalti
- FERÐABLOGG Helga og Binna Fallegustu túristarnir
- Ásdís og Silja flipparar Algjörir flipparar
- Bolli bjútí Hann átti að vinna Herra Ísland ..
- Rán Hún er skrítin .. híhí
- Siggi Fannar Siggi Fannar
- Sædís Sædís sæta
- Ölli Hann er klikkaður
- Arna Benný Arna Benný sæta
- Friddi beib Friddi beibí
- Nína og Sigrún Pakkinn
- Karen Helga Karen Helga mín
- Tinna www.tinnastefans.bloggar.is
- Fanney Fanney mín
#3
Myndir frá Laugum
#2
Gamlar myndir frá í fyrra
#1
Fleiri hundruð myndir af mér og mínu krúi!!
Thatsthespirit!
Allt um áfengi og drykki! + 3000 uppskriftir
- Allt um áfengi Allt um áfengi og drykki! + 3000 uppskriftir
Eldri færslur
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar