Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Kýpur

Ég er að fara til Kýpur í maí. Verð í tvær vikur og ég er að fara með 16 manns. Við verðum á Limassol og gistum mjög líklega á Navarra hótelinu.

Þetta verður DRAUMUR!

limassol-front-fill-sqlimassollimassol_ig1


Þorrablót á Ríben!


Djöfulsins snilld. Blótið var frábært..

Við lögðum af stað um hálf 1. Fórum á Húsavík, og fyrstu vonbrigði ferðarinn voru að RÍKIÐ VAR LOKAÐ! Ég þurfti ekki meira áfengi, en við héldum að Siggði þyrfti meira, en annað kom á daginn.

Við fórum í Kaskó og við keyptum okkur mat, pastað hans Sigga lak og var vont. Það voru ákveðin vonbrigði.

Maður er í 2 tíma að keyra á Raufarhöfn héðan. Og ég sver það, við héldum að þetta væri endalaust. Melrakkasléttan er ömurleg, bara beinn og breiður vegur, en nei, síðan kemur allt í einu brjáluð beygja, og svo önnur, og önnur. Krakkarnir voru næstum búnir að míga á sig af hræðslu nokkrum sinnum á leiðinni.

En á leiðinni leið okkur í einhverri Amerískri bíómynd, fyrir utan snjóinn og hálkuna, Við vorum hjá Ásbyrgi þegar Fanney spyr hvort við gætum stoppað til að pissa, jebb við gerum það. er ekki til BJÓR í sjoppunni. Það má ekki taka hann með sér ef maður kaupir hann á svona stað, en hann leyfði okkur það kallinn, en þetta voru afgangar síðan í SUMAR. Segir manni hversu margar fyllibyttur eru á ferð í Ásbyrgi á veturnar. Tappinn á flöskunum var meirasegja ryðgaður. Shocking Þetta bjargaði ferðinni, allavega fyrir Sigga, en hann hafði samt ekkert gott af þessum bjórum.

Það var þvílíkt fyndið þegar við fórum framhjá Kópaskeri. Þetta er svona týpískt skítapleis. Ég veit ég bjó á Bakkafirði, en einhvernvegin er það skárra en Kópasker. Ekki mikluskárra, en samt skárra.

Þegar við komum á Ríben þá fórum við í Verslunnina Urð. (hún heitir með tveim N-um) Við byrjuðum strax í okkur, um hálf 5. Ég slakaði síðan á, ég er soddan hænuhaus. En sumir voru ekkert að slaka á.

Það voru allir orðnir blind fullir fyrir 8. Ballið byrjaði 12, þannig að þið getið ímyndað ykkur hvernig fólk var á ballinu. Ég veit allavega hvernig ég var, og það var ekki gott ástand.

Bíllinn hans Sigga er snilld. Hann er eins og Herbie. Með sjálfstæða hugsun. Hanskahólfið ræðst á Fanney, hann drepur á sér ef maður ýtir ekki á bensíngjöfina. Algjör snilld.

Það var svo ótrúlega mikið sem gerðist, og á köflum létum við eins og 4 ára. Það var líka svo ótrúlega fyndið.. 

En toppurinn á kvöldinu var þegar Siggi drapst inná klósetti. Vaknaði síðan, fór inn, ég spurði hann hvort við ættum að fara að æla og hann tók þvílíkt vel í það og hljóp inná klósett, og ældi á bindið sitt. Ef sjaldan hlegið jafn mikið...

eða ju, reyndar, þegar Jói sat í útilegustól og armurinn brotnaði og hann var ýkt hissa, og síðan eftir svona 5 sekúndur þá pompaði stólinn niður. Þetta var svo ógeðslega fyndið. Hann gerði ekki neitt, sat bara og sötraði..

En ég er mikið að spá í því að fara í sturtu og þvo skítinn af mér, og fara svo bara að sofa..

Endilega komið með komment krakkar mínir..

Myndir af þorrablótinu - Myndir af þorrablótinu - Myndir af þorrablótinu - Myndir af þorrablótinu -

þorrablót á Ríben 27.jan 047

þorrablót á Ríben 27.jan 056

 

 

 


Silvía Nótt is back!

Djöfull er þetta magnað. Ég er ein af þeim sem ELSKAR Silvíu. Ég dýrka Til hamingju Ísland og allt sem þessi mannvera gerir. Allt frábært! Stórkoslegt!

Djöfull er þetta magnað!

Núna verður þessi helgi 100% skemmtileg. Frábærar fréttir í öðrum tíma, bara einn tími eftir og þorrablót á morgun á Ríben. Magnað...

Ég og Fanney erum búnar að ákveða að hafa nammivídjókvöld í kvöld. Aðlega vegna þess að Fanney er að minnka nammiát og hún er ekki buin að borða mikið af því.. svo hún á þetta skilið. Ég hinsvegar er að gera þetta bara til að sýna stuðning Sideways 

En við leggjum í hann á blótið á morgun. Það er rúmlega 2 tíma akstur á Ríben héðan af Laugum.

 En það eru komnar frímó! Sjáumst krakkar mínir, eftir helgi koma eldheitar myndir inná albúmið mitt ;) 

Shit hvað mig hlakkar til að detta'íða

SKÁL!

 

 


mbl.is Silvía Nótt með nýjan umboðsmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfulsins djöfull... afsakið blótsyrðin.

Ef einhver hefur verið að lesa bloggið hans Helga, þá mæli ég með því. Hann fór sem VIP í JAY LENO!! sá rauða dregilinn og HEADLINES í Jay. Ég elska headlines.

Ég sakna hans í druslur, og þarf að fara í tvöfalda þýskutíma, tvöfalda stærðfræðitíma og tvöfalda ensku tíma. Glatað.  well það eru 80 og e-ð dagar í hann.

Ég er orðin algjör íþróttaálfur. Alltaf í íþróttahúsinu. Mér finnst það bara gaman :) nema það að ég er komin með beinhimnubólgu. það er EKKI gaman. Mamma er að fara prjóna legghlífar fyrir mig, svo ég geti haldið almennilegum hita á beinunum mínum :) Ég þarf að gera spes æfingar og fara hægt í hlaup og æsing. :) Akkurat þegar ég er komin á skrið í ræktinni þá þarf e-ð svona að koma fyrir.

Ég fór með fyrirlestur í gær í sögu403 um Leif Muller, held ég hafi staðið mig vel.

Ég er húkt á Gray´s Anotamy. Ég elska það.

Ég á að vera að lesa smásögu í ensku, eða ég á ekki að vera gera það, vil gera það svo ég þrufi ekki að gera það á morgun.

Ég er að fara á Raufarhöfn á laugardaginn á Þorrablót, það verður geðveikt. Við erum 21 með Raufarhafnarbúunum, sér íbúð, sem er samt held ég ekkert í. En það verður partý og það verður DRUKKIÐ.. jebbjebb. 

Þetta er ekki skemmtilegt blogg, en ég ákvað að blogga.

Mig langar í komment.  


Vitleysan heldur áfram.

Dómskerfið er í rúst. Þessi grein sannar það algjörlega. Afhverju ekki að eyða orku í svona vitleysu og eyða henni í alvöru mál!!??!!

mbl.is Sekt og ökuleyfissvipting fyrir að aka metra á bílastæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfulsins vitleysa!

Þessar helvítis djöfulsins barnaníðingar er viðbjóðu. Hvurn andskotann eru þessir menn að spá sem eru innan dómskerfisins. Þessi maður sem Kompás er að tala við núna þessa stundina er maður sem á að vera inná lokaðri stofnun sem han nær ekki sambandi við netið. Þetta er hreinn viðbjóður! Mikið vona ég að hann verði sendur á hraunið og fangarnir nái sínu fram á þessum öfugga. 

Þegar hann var dæmdur á sínum tíma kom það marg oft fram að þessi maður ætti eftir að brjóta af sér aftur. Það er ekki verið að tala um innbrot eða íkveikjur. E-ð sem hægt er að redda! Það er verið að tala um mannslíf. Ef hann væri morðingi, og það væri talið að hann myndi drepa aftur, yrði honum ekki sleppt út. Nauðganir eru ekki horfnar alvarlegum augum í réttarkerfi íslands, hvað þá gagnvart börnum.

Ekki vera hissa ef ég drep þennan mann í nákominni framtíð. Eða einhver annar.

Döfulsins vitleysa að blanda veikri móður sinni inní þetta áhugamál - hún kemur þessi enganvegin við!

 

 


Geggjuð myndbönd!!

Guðni bró bennti mér á þessi myndbönd. Ég grenjaði úr hlátri..

 

 



og þetta er SNILLD!!

 

 


Komin helgi :)

Jæja þá er það önnur helgin hérna á Laugum. Eftir skóla fórum við á Akureyri. Tinna fór til tannsa, síðan fórum við að sækja gos og nammi fyrir sjoppuna. Og svo var það Bónus þar sem ég verslaði fyrir helgina, og ég fyllti fína ísskápinn minn. Ég fékk ísskáp í gær. Hann er svona venjulegur 85cm á hæð. Algjör snilld, og það heyrist ekkert í honum. 

Karen Helga, ef þú kemur í heimsókn, þá muntu ekki svelta ;)) I´m in need for KHK! farðu að skipuleggja ferðalag hingað. 

Við vorum bara róleg í gærkvöldi. Kíktum á Helluvað en þá var Jónas bara sofnaður svo við fórum aftur á Laugar, en vöktum Jónas og hann kom með okkur. Tinna sofnaði, ég lá uppí hjá henni með sæng og við spiluðum trivial, samt ekki með spjaldinu. Bara höfuðum stig. Fyrst var ég með fleiri stig en Jónas og Jói, en síðan sofnaði ég alltaf á milli þess sem ég var spurð þannig að þeirra stig voru fljótt aðeins fleiri en mín. hehe

Ég veit ekki hvað ég ætla að gera í kvöld, en það kemur bara í ljós. Fáið að vita af því eftir nokkra daga :P

 

KissingInLove KissingInLove KissingInLove KissingInLove KissingInLove KissingInLove KissingInLove KissingInLove  KissingInLove KissingInLove KissingInLove KissingInLove 

 ÉG SAKNA ÞÍN HELGALÍUS!!

 

 


Til hamingju strákar!

Í dag er bóndadagur og ég vil óska öllum bóndum til hamingju með daginn!!

Sérstaklega Helga mínum bónda! KissingInLoveHeart


lítil frænka komin í heiminn!

Var að eignast  litla frænku í morgun! Hún heitir Nevaeh Elin. Langaði bara að monta mig smá!

 

Nevaeh Elin
Ótrúlega SÆT!! 

 


Næsta síða »

ÉÉÉÉG

Elín Frímannsdóttir
Elín Frímannsdóttir
Ég heiti Elín, yfirleitt kölluð Ella, en kemur fyrir að ég sé kölluð fokkfeis :) Ég á heima í Sandgerði, en stunda nám í Framhaldsskólanum á Laugum. Ég er 88 model. Ég á yndislegann kærasta sem heitir Helgi, hann er 86 model og er fæddur og uppalinn í Sandgerði.

Spurt er

Hvort er það ?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband