Sunnudagur, 21. janúar 2007
Geggjuð myndbönd!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 20. janúar 2007
Komin helgi :)
Jæja þá er það önnur helgin hérna á Laugum. Eftir skóla fórum við á Akureyri. Tinna fór til tannsa, síðan fórum við að sækja gos og nammi fyrir sjoppuna. Og svo var það Bónus þar sem ég verslaði fyrir helgina, og ég fyllti fína ísskápinn minn. Ég fékk ísskáp í gær. Hann er svona venjulegur 85cm á hæð. Algjör snilld, og það heyrist ekkert í honum.
Karen Helga, ef þú kemur í heimsókn, þá muntu ekki svelta ;)) I´m in need for KHK! farðu að skipuleggja ferðalag hingað.
Við vorum bara róleg í gærkvöldi. Kíktum á Helluvað en þá var Jónas bara sofnaður svo við fórum aftur á Laugar, en vöktum Jónas og hann kom með okkur. Tinna sofnaði, ég lá uppí hjá henni með sæng og við spiluðum trivial, samt ekki með spjaldinu. Bara höfuðum stig. Fyrst var ég með fleiri stig en Jónas og Jói, en síðan sofnaði ég alltaf á milli þess sem ég var spurð þannig að þeirra stig voru fljótt aðeins fleiri en mín. hehe
Ég veit ekki hvað ég ætla að gera í kvöld, en það kemur bara í ljós. Fáið að vita af því eftir nokkra daga :P
ÉG SAKNA ÞÍN HELGALÍUS!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 19. janúar 2007
Til hamingju strákar!
Í dag er bóndadagur og ég vil óska öllum bóndum til hamingju með daginn!!
Sérstaklega Helga mínum bónda!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 18. janúar 2007
lítil frænka komin í heiminn!
Var að eignast litla frænku í morgun! Hún heitir Nevaeh Elin. Langaði bara að monta mig smá!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 15. janúar 2007
bloggiblogg.. (hafði ekki hugmynd hvað ég ætti að skrifa)
Jæja, þá er skúlen kominn á fullt skrið. Verkefnaskil og læti, og mér líka þetta bara vel. Góð byrjun á vetrinum. Helgin var líka góð byrjun á vetrinum hjá sex aðilum sem fengur 20 stykki punkta. Verður fjör hjá frú skólameistara þegar hún kemur af ráðstefnu frá Londin. Taka viðtal við 6 stykki, og allt busa held ég. Ættum við eldri nemendurnir ekki að vera fyrirmyndi og drekka ekkert ?
DJÓK! hehe. Alveg makalaust samt að láta bóka sig fyrstu helgina. hohoho. Schnilld.
Ég hef komist að því að ég tala reiprennandi Þýsku, svona næstum því, vantar alveg 95% af orðaforð og lesskilning uppá, en kommon, er bara í 203 og ekki búin með 103. Góður árangur miðað við það.
--ALLIR AÐ HVETJA ELLU ÁFRAM Í ÞÝSKU SVO HÚN FÁI HÆRRA EN 5-- þá er ég í góðum málum.
Ég fór í ræktina í dag. Djöfull dugleg. Þessi Precision Burner kikkar algjörlega! Brenn svona 4x meira en vanalega. ALLIR AÐ FÁ SÉR PRECISION BURNER!! híhíhí. geðveikur áróður..
En það var held ég bara ekkert fleira.. hafið það gott snúllurnar mínar og farið snemma að sofa.. og skoðið myndaalbúmin mín hér til vinstri.. svo eru líka myndaalbúm ti hægri..
vinstri - hægri - vinstri - hægri - vinstri - hægri - vinstri - hægri - vinstri
P.S
Ég fæ ísskáp í þessari viku.. SWEET!!
Gleðilega nótt!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 14. janúar 2007
Fleiri myndir í myndaalbúmið!!
Myndaalbúmið mitt!! Myndaalbúmið mitt!! Myndaalbúmið mitt!! Myndaalbúmið mitt!! Myndaalbúmið mitt!! Myndaalbúmið mitt!! Myndaalbúmið mitt!! Myndaalbúmið mitt!! Myndaalbúmið mitt!! Myndaalbúmið mitt!! Myndaalbúmið mitt!! Myndaalbúmið mitt!! Myndaalbúmið mitt!! Myndaalbúmið mitt!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14. janúar 2007
myndaalbúm
Ég bjó bara til nýtt myndaalbúm. Picasa sem google á..
hérna er linkur. Það eru bara laugabæjarmyndir þarna inná í augnablikinu. Myndaalbúmið!!
Myndaalbúmið!!Myndaalbúmið!!Myndaalbúmið!!Myndaalbúmið!!Myndaalbúmið!!Myndaalbúmið!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 14. janúar 2007
Herbalife
Herðu, mér finnst þetta alveg rosalegt! Ég hef aldrei smakka þetta herba drasl, nema bara nýju orkudrykkjatöflurnar og græna teið. Báðir þessir drykkir sem ég smakkaði eru alveg búmm sko. Algjör kick, en það er e-ð sem presicion burner og pirana gera líka, og ég ætla að halda mér við það :) hehe. Finnst það betra.
En fyrst Herbalife er eitur þá ætla ég að minna ykkur að afbragðs fæðurbótarefni, þau bestu! EAS.
JEEE
Sex lifrarbólgutilfelli eftir neyslu á Herbalife | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 13. janúar 2007
Laugabær!
Þá er komin helgi. Fyrst helgin hérna á Laugum er vanalega skemmtilegasta helgin. Einar Akureyringur var að spila í Laugabæ, og auðvitað skelltum við okkur. Það var hrikalega gaman. Þetta er auðvitað öðruvísi djamm en ég er vön, en samt var þetta gaman. Það var mikið um söng og ástir í gærkvöldi. Og húsbændur.. híhí. Strákarnir voru næstumþví allir bókaðir .. áður en við fórum uppeftir. En ekkert gerðist, nema 8 bjórar voru teknir af svölunum. En ég er spennt að fá að vita hvað það voru margir sem voru bókaðir þegar þetta var búið kl 2. Busarnir voru rúllandi. En það voru engir húsbændur hérna uppá Fjalli. Ég sjálf var nú í góðu ástandi, en sumir ekki. hehe.
Ég ætlaði að setja inn myndir, en myndaplássið mitt er búið, og þá ætlaði ég að kaupa meira, en þá virkar það ekki, kemur bara að þetta hafi mistekist. Þannig að ég kippi því í liðinn, en get bara sagt að þetta er flottar myndir. Ég fór e-ð að fikta í myndavélinni, og þær urðu skrautlegar myndirnar.
Ég ætla að fara í sturtu núna, og klæða mig bara aftur í náttfötin. Það á að vera sumarbústaðapartý í kvöld. En ég er e-ð ekki alveg til í það :S Þótt ótrúlegt sé, ég er meira til í að spila og spjalla kvöld. En þetta kemur allt í ljós..
En ég ætla að fá mér að borða..
Heyrumst..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. janúar 2007
skóli - skóli - skóli
Þá er skólinn alveg byrjaður, gaman..
Gettu betur var í gær, töpuðum, það er ömurlegt. Hefði verið best ef við hefðum komist áfram. Menningarferð í Reykjó :D hehe
Maður fer alltaf svo seint að sofa, og vaknar svo snemma og er svo drulluþreyttur. vesen,
Ég var að reikna út að þegar ég verð búin með í vor og allt gengur upp þá á ég bara 41 einingu eftir. Ég mun útskrifast á réttum tíma... :D vonandi..
Ég er skráð í 22 einingar núna, sem er flott. Ég er í tveim Ensku áföngum, einum í fjarnámi og einum bara hérna í skólanum. Síðan ef ég klára þýsku 203 með hærra en 5 þá fæ ég 103 metin líka.
En ég er ógeð þreytt og ég ætla bara að klára að læra og síðan fara bara að lúlla mér..
Glatað blogg hehehe...
Elska ykkur:*
94 dagar í Helga!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 8. janúar 2007
LaugarCity
Þá eru tveir dagar síðan Helgi fór, hann er núna staddur í Atlanda í US and A, ég hef ekkert heyrt í honum, nema ég fékk sms á laugardaginn, takk fyrir það ástin mín!
Þá er ég komin á Laugar, búin að koma mér alveg fyrir, nema ég gleymdi að taka þvottakörfuna og prentarann! :(
Ég sakna strax Karen Helgu, og Söru Mista og Hildu Helmu og allra!
En ég ætla að henda inn hérna myndum af cribbinu mínu, heha!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 5. janúar 2007
djöfull erfið vika!
Nú sit ég heima hjá Guðna Bró og Iðunni. Ákvað að kíkja til þeirra til að komast aðeins frá Sandgerði. Þetta er búið að vera ýkt erfið vika, og þá sérstaklega gærdagurinn. Ég fór með Helga og Binna að kveðja alla familýuna þeirra því þeir fóru út í morgun. Ég sé ekki Helga fyrr en 13 apríl, ef ég fer út þ.e.a.s. að hitta þá í London, annars hitti ég hann 15 apríl. Ég skal fá frí í skólanum til að geta hitt hann. Ég er búin í páskafríi 10.apríl og mig langar ekki fara þangað aftur fyrr en ég er búin að hitta hann.
Þetta verður alveg meeega erfitt, en ég get þó huggað mig við það að ég mun sjá hann aftur, geta knúsað hann aftur og allt það, það eru ekki allir sem geta það.
---
Ég fór í klippingu áðan, og ég er nánast orðin blondína aftur ýkt skrítið að sjá mig, haha, en annars er hárið töff, hún klippti reyndar voða lítið af því, gerði það bara aðeins léttara ofaná, var orðið svo þungt.
En ég ætla að hætta þessu í bili. Ég minni á heimsreisubloggið þeirra Helga og Binna, gaurana sem ég sakna mest!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 2. janúar 2007
2 daga í þetta!!
Mér líður ekki vel í hjartanu mínu á nýju ári! Helgi er að fara á föstudaginn í 3 mánaða heimsreisu og skilur mig eftir! Ég er nú samt búin að vera helvíti dugleg með það að grenja ekki. Fékk smá kast í dag en er samt heldur róleg miðað við aðstæður. Ég ætla að skella mér á Laugar á meðan hann er í þessari ferð. Ég legg líklegast á stað á föstudaginn, mamma og pabbi ætla bara að leigja íbúð á Akureyri og við verðum i family trip alla helgina. Lýst ágætlega á það bara..
Ég fór í Rvk í dag með pabba og við fórum í IKEA og við versluðum dót sem ég þarf. E-ð voða patent í fataskápinn, set svo sér hannaðar skúffur í það og set svo sokka og nærföt í skúffurnar, því það eru engar skúffur í fataskápnum þarna. Rosa sniðugt. Síðan keyptum við grind sem ég set körfur í og það er styrkt að ofan svo það þetta er borð líka. Ok, það er erfitt að útskýra þetta en þetta er ýkt sniðugt. hehe.
Þetta ætla ég að hafa inná baði, með bast körfum í og troð fylla þetta af snyrtidóti.
Síðan verð ég með svona inní fataskáp með sérhönnuðum SKUBB skúffum fyrir nærföt og sokka. Ýkt mega sniðugt!!
Ég ELSKA Ikea!
btw.. það eru komnar áramóta myndir.. á samt held ég eftir að bæta í þetta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Spurt er
Tenglar
BloggRúnturinn
- Andrea Alltaf ljúf
- Anna Björt Kúrí Hún er the kúrí
- Lalli Sérstakur drengur -- mjög spes
- Hjalti If you need a hug - go to Hjalti
- FERÐABLOGG Helga og Binna Fallegustu túristarnir
- Ásdís og Silja flipparar Algjörir flipparar
- Bolli bjútí Hann átti að vinna Herra Ísland ..
- Rán Hún er skrítin .. híhí
- Siggi Fannar Siggi Fannar
- Sædís Sædís sæta
- Ölli Hann er klikkaður
- Arna Benný Arna Benný sæta
- Friddi beib Friddi beibí
- Nína og Sigrún Pakkinn
- Karen Helga Karen Helga mín
- Tinna www.tinnastefans.bloggar.is
- Fanney Fanney mín
#3
Myndir frá Laugum
#2
Gamlar myndir frá í fyrra
#1
Fleiri hundruð myndir af mér og mínu krúi!!
Thatsthespirit!
Allt um áfengi og drykki! + 3000 uppskriftir
- Allt um áfengi Allt um áfengi og drykki! + 3000 uppskriftir
Eldri færslur
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar